Viðskipti erlent

Halda lánalínunni opinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum í Grikklandi.
Frá mótmælum í Grikklandi. Vísir/AFP
Þvert á spár og fyrri fregnir hefur Seðlabanki Evrópu ákveðið að halda lánalínum sínum til Grikklands opnum. Stjórn bankans kom saman í dag og fundaði um málið eftir að það slitnaði upp úr samningaviðræðum Grikkja við lánadrottna sína í gær.

Grískir bankar eru mjög háðir lánalínum Seðlabankans og hafa milljarðar evra verið teknir út úr bönkum í Grikklandi á síðustu dögum og vikum.

Ákvörðun ECB felur ekki sér nokkurskonar aukna aðstoð við Grikkland. Í tilkynningu frá bankanum segir að þeir fylgist náið með ástandinu í Grikklandi og vinni með Seðlabanka Grikklands til að viðhalda stöðugleika. Tekið var þó fram að ECB gæti endurskoðað ákvörðun sína.

Dragi Seðlabanki Evrópu ákvörðun sína til baka gæti það þýtt að Grikkland þurfi að yfirgefa evrusamstarfið. Þar að auki felur ákvörðunin ekki í sér frekari neyðarhjálp til Grikkja sem þurfa að greiða um einn og hálfan milljarð evra til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriðjudaginn. Grikkir hafa beðið um frest fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna 5. júlí, en því hefur verið hafnað.

Á vef BBC segir að mikil nauðsyn sé fyrir gjaldeyrishöft í Grikklandi.


Tengdar fréttir

Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot

Lánadrottnar líta á óvænta boðun til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi sem brotthvarf þeirra frá viðræðum um nýja lánasamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×