Heimilisofbeldi vandamál á 200 heimilum á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. júní 2015 22:45 Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar. Í báðum tilvikum voru karlmenn á heimilinu handteknir og færðir í fangageymslu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og segir mikilvægt að lögregla fjarlægi ofbeldismann þegar hún metur að það sé nauðsynlegt. „Það atriði er mjög mikilvægt þegar lögregla metur það svo. Nú fer lögregla inn á þessi heimili þar sem hún er kölluð til og gerir áhættumat, sem er gríðarlega mikilvægt að sé gert. Og þegar lögregla metur svo að ofbeldismaðurinn sé það hættulegur að hann geti valdið meiri skaða þá er mjög mikilvægt að hann sé fluttur á brott. Áður var það algengara að fórnarlömbin voru flutt í burt. Okkur finnst þetta skref í rétta átt.“ Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu semhefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er eað gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað.“ Talið er að heimilisofbeldi snerti 200 heimili í hverjum mánuði, það er mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri fagaðila. „Það kemur á óvart hvað þetta eru mörg heimili. Þetta eru tvö heimili á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla er kölluð til en við vitum að það eru svo fleiri heimili þar sem ofbeldi er beitt.“ Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekur til starfa í haust og þá verður enn frekara átak gegn heimilisofbeldi. „Það á eftir að skipa í nefndina, en ég geri ráð fyrir að það verði byrjað á fræðslu um úrræði, ofbeldisvarnarnefnd mun vinna almennt gegn ofbeldi í borginni en þar sem mikið er um kynbundið ofbeldi verða áherslurnar mjög líklega eftir því.“ Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar. Í báðum tilvikum voru karlmenn á heimilinu handteknir og færðir í fangageymslu. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar hefur starfað að undirbúningi ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og segir mikilvægt að lögregla fjarlægi ofbeldismann þegar hún metur að það sé nauðsynlegt. „Það atriði er mjög mikilvægt þegar lögregla metur það svo. Nú fer lögregla inn á þessi heimili þar sem hún er kölluð til og gerir áhættumat, sem er gríðarlega mikilvægt að sé gert. Og þegar lögregla metur svo að ofbeldismaðurinn sé það hættulegur að hann geti valdið meiri skaða þá er mjög mikilvægt að hann sé fluttur á brott. Áður var það algengara að fórnarlömbin voru flutt í burt. Okkur finnst þetta skref í rétta átt.“ Þann 12. janúar síðastliðinn hófst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu semhefur skilað sér í auknum fjölda tilkynninga til lögreglu en þeim hefur fjölgað úr tuttugu á mánuði í fimmtíu. „Það er mjög jákvætt, sjálft átakið skapar ekki ofbeldi. Það sem er eað gerast er að fólk hefur fengið meiri trú á kerfið, trú á það að þegar lögreglan er kölluð til þá gerist eitthvað.“ Talið er að heimilisofbeldi snerti 200 heimili í hverjum mánuði, það er mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri fagaðila. „Það kemur á óvart hvað þetta eru mörg heimili. Þetta eru tvö heimili á dag á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögregla er kölluð til en við vitum að það eru svo fleiri heimili þar sem ofbeldi er beitt.“ Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekur til starfa í haust og þá verður enn frekara átak gegn heimilisofbeldi. „Það á eftir að skipa í nefndina, en ég geri ráð fyrir að það verði byrjað á fræðslu um úrræði, ofbeldisvarnarnefnd mun vinna almennt gegn ofbeldi í borginni en þar sem mikið er um kynbundið ofbeldi verða áherslurnar mjög líklega eftir því.“
Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira