Bílaframleiðendur vilja 5 ára frestun mengunarviðmiða Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 13:40 Mengunarviðmið sem bílaframleiðendum eru sett verða sífellt lægri. Líkt og við mátti búast var ekki lengi að bíða viðbragða bílaframleiðenda við væntanlegri lagasetningu Evrópusambandsins um mengunarviðmið. Hugmyndir Evrópusambandsins voru að setja afar ströng viðmið, á bilinu 68 til 78 g af CO2 fyrir árið 2025. Nú þegar eru í gildi lög sem setur bílaframleiðendum þau mörk að meðalmengun bíla þeirra sé ekki hærri en 95 g af CO2 árið 2021. Á síðasta ári var þetta viðmið 123 g. Samtök bílaframleiðenda, ACEA, segir að enginn möguleiki sé á því að bílaframleiðendur geti hlýtt svo miklum takmörkunum eftir 10 ár og því biðja þau um 5 ára lengri aðlögunartíma, þ.e. til ársins 2030. Eftir að bílaframleiðendur hafa minnkað mengun bíla sinna um 34% á síðustu 20 árum, segjast þau nú að nálgast það sem mögulegt er í þessum fræðum og erfiðara og erfiðara sé að minnka enn meira mengun þeirra. Ennfremur segja bílaframleiðendur að hinar núgildandi ströngu mengunarviðmiðanir kosti þá um 1.000 evrur á hvern bíl og þetta komi mjög mikið niður á þeim sem framleiða ódýrari magnsölubíla og því gætu ákvarðanir frá Brussel riðið þeim að fullu. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent
Líkt og við mátti búast var ekki lengi að bíða viðbragða bílaframleiðenda við væntanlegri lagasetningu Evrópusambandsins um mengunarviðmið. Hugmyndir Evrópusambandsins voru að setja afar ströng viðmið, á bilinu 68 til 78 g af CO2 fyrir árið 2025. Nú þegar eru í gildi lög sem setur bílaframleiðendum þau mörk að meðalmengun bíla þeirra sé ekki hærri en 95 g af CO2 árið 2021. Á síðasta ári var þetta viðmið 123 g. Samtök bílaframleiðenda, ACEA, segir að enginn möguleiki sé á því að bílaframleiðendur geti hlýtt svo miklum takmörkunum eftir 10 ár og því biðja þau um 5 ára lengri aðlögunartíma, þ.e. til ársins 2030. Eftir að bílaframleiðendur hafa minnkað mengun bíla sinna um 34% á síðustu 20 árum, segjast þau nú að nálgast það sem mögulegt er í þessum fræðum og erfiðara og erfiðara sé að minnka enn meira mengun þeirra. Ennfremur segja bílaframleiðendur að hinar núgildandi ströngu mengunarviðmiðanir kosti þá um 1.000 evrur á hvern bíl og þetta komi mjög mikið niður á þeim sem framleiða ódýrari magnsölubíla og því gætu ákvarðanir frá Brussel riðið þeim að fullu.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent