Öruggt heilbrigðiskerfi til frambúðar er hagur allra landsmanna Rut Sigurjónsdóttir skrifar 11. júní 2015 15:26 Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa nú verið í verkfalli í vel á þriðju viku og engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeilu milli þeirra og ríkisins. Nokkrir fundir hafa þó verið boðaðir til að reyna leita lausna og sátta en ríkið virðist hafa takmarkaðan vilja til þess að semja við þessa gríðarmikilvægu og ómissandi heilbrigðisstétt. Frá því að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst hefur dregið verulega úr venjulegri starfsemi heilbrigðisþjónustunar, þá sérstaklega á Landspítala háskólasjúkrahúsi. sem og á heilsugæslustöðvum höfuðborgasvæðisins. Afleiðingar verkfallsins hafa haft í för með sér verulega skerta heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn alla. Flestir landsmenn vilja búa við öryggi og eitt af því sem veitir okkur öryggi er að vita til þess að við getum leitað til heilbrigðisþjónustunnar þegar veikindi steðja að. Hornsteinn hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar felst í því tryggja öryggi allra sjúklinga. Með því er átt við að sjúklingur sé laus við tilviljanakennd og ónauðsynleg slys, atvik eða mistök. Eins og staðan er í dag þá getur hvorki heilbrigðiskerfið né hjúkrunarfræðingar með góðu móti tryggt öryggi allra sjúklinga sinna. Um leið þarf að bæta kjörin. Sömu rök eiga við um hjúkrunarfræðinga og lækna að hér er um að ræða langskólamenntað vinnuafl sem býr við góð atvinnutækifæri erlendis og spurn eftir slíku vinnuafli er umtalsverð nú um stundir. Því er nauðsynlegt að menntun hjúkrunarfræðinga verði metin til launa líkt og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun. Stétt hjúkrunarfræðinga hefur löngum verið kvennastétt og nú berjumst við einnig fyrir því að kynbundnum launamuni verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu. Landsmenn eiga rétt á því að heilbrigðiskerfið sé sett í forgang og því er bráðnauðsynlegt að semja við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt verði að tryggja betur öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði fyrir auknum skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá ríkinu hafa nú verið í verkfalli í vel á þriðju viku og engin lausn virðist vera í sjónmáli í kjaradeilu milli þeirra og ríkisins. Nokkrir fundir hafa þó verið boðaðir til að reyna leita lausna og sátta en ríkið virðist hafa takmarkaðan vilja til þess að semja við þessa gríðarmikilvægu og ómissandi heilbrigðisstétt. Frá því að verkfall hjúkrunarfræðinga hófst hefur dregið verulega úr venjulegri starfsemi heilbrigðisþjónustunar, þá sérstaklega á Landspítala háskólasjúkrahúsi. sem og á heilsugæslustöðvum höfuðborgasvæðisins. Afleiðingar verkfallsins hafa haft í för með sér verulega skerta heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn alla. Flestir landsmenn vilja búa við öryggi og eitt af því sem veitir okkur öryggi er að vita til þess að við getum leitað til heilbrigðisþjónustunnar þegar veikindi steðja að. Hornsteinn hjúkrunar og heilbrigðisþjónustunnar felst í því tryggja öryggi allra sjúklinga. Með því er átt við að sjúklingur sé laus við tilviljanakennd og ónauðsynleg slys, atvik eða mistök. Eins og staðan er í dag þá getur hvorki heilbrigðiskerfið né hjúkrunarfræðingar með góðu móti tryggt öryggi allra sjúklinga sinna. Um leið þarf að bæta kjörin. Sömu rök eiga við um hjúkrunarfræðinga og lækna að hér er um að ræða langskólamenntað vinnuafl sem býr við góð atvinnutækifæri erlendis og spurn eftir slíku vinnuafli er umtalsverð nú um stundir. Því er nauðsynlegt að menntun hjúkrunarfræðinga verði metin til launa líkt og hjá öðrum háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum með sambærilega menntun. Stétt hjúkrunarfræðinga hefur löngum verið kvennastétt og nú berjumst við einnig fyrir því að kynbundnum launamuni verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Það er von mín að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðiskerfinu. Landsmenn eiga rétt á því að heilbrigðiskerfið sé sett í forgang og því er bráðnauðsynlegt að semja við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst svo hægt verði að tryggja betur öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið verði fyrir auknum skaða.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun