Lífið

Nýr íslensku sketsaþáttur í anda Smack the pony

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þær Tvær eru nýir íslenskir sketsaþættir sem þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir leika aðalhlutverkin í og skrifa handritið að. 

Þær stöllur eru báða svo til nýútskrifiaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford University of theater and performance í London og Vala frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

Aðspurðar segja þær helstu áhrifavalda sína í gríni vera bresku gamanþættina Smack the pony, en þættirnir Þær Tvær verða að miklu leyti drifnir áfram af skemmtilegum og skrítnum persónum, sem er svipuð uppskrift og þættirnir Little Britain notuðust við þó líkindunum við þá þætti ljúki þó líklegast þar.

Þættirnir verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudögum klukkan 19:05 og er fyrsti þátturinn næstkomandi sunnudagskvöld. Hér er hægt að sjá stikluna fyrir fyrsta þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.