Sænska bloggdrottningin hættir Ritstjórn skrifar 18. júní 2015 22:30 Elin Kling var einn vinsælasti tískubloggari í heimi. Glamour/Getty Einn vinsælasti tískubloggari í heimi, hin sænska Elin Kling tilkynnti á síðu sinni The Wall á dögunum að hún væri hætt. Kling er ein af fyrstu tískubloggurunum í heimi og tókst á stuttum tíma að skapa sér nafn innan tískuheimsins sem einn af flaggberum skandinavískarar tísku. Hún var til að mynda fyrsti bloggarinn til að hanna línu fyrir sænska verslanarisann H&M sem aðeins var seld í heimalandinu og seldist upp á methraða. Í kjölfarið fluttist hún til New York þar sem hún breytti bloggsíðu sinni í tískufréttaveituna The Wall og stofnaði fatamerkið Totéme ásamt eiginmanni sínum. Einnig er Kling listrænn stjórnandi hjá sænska tímaritinu Styleby.Kling á nú von á sínu fyrsta barni en hún er hvergi nærri hætt að setja sitt mark á tískuheiminn en hún verður einn af ráðgjöfum The Net Set, samfélagsmiðill sem einblínir á tísku, sem Net-a-Porter hefur sett á laggirnar. Við hlökkum til að fylgjast með því! Kling ásamt Emily Weiss, stofnanda förðunarsíðunnar Into the Gloss.Mynduð á tískuvikunni.Svart frá toppi til táar.Kling ásamt einum vinsælasta bloggara Noregs, Hanneli Mustaparta. Excited to be one of the Style Concils for @TheNetSet Join me for everyday shopping-inspiration! #TheNetSet @netaporter A photo posted by Elin Kling (@elinkling) on Jun 18, 2015 at 8:31am PDTFylgstu með Glamour á Facebook og Instagram. Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour
Einn vinsælasti tískubloggari í heimi, hin sænska Elin Kling tilkynnti á síðu sinni The Wall á dögunum að hún væri hætt. Kling er ein af fyrstu tískubloggurunum í heimi og tókst á stuttum tíma að skapa sér nafn innan tískuheimsins sem einn af flaggberum skandinavískarar tísku. Hún var til að mynda fyrsti bloggarinn til að hanna línu fyrir sænska verslanarisann H&M sem aðeins var seld í heimalandinu og seldist upp á methraða. Í kjölfarið fluttist hún til New York þar sem hún breytti bloggsíðu sinni í tískufréttaveituna The Wall og stofnaði fatamerkið Totéme ásamt eiginmanni sínum. Einnig er Kling listrænn stjórnandi hjá sænska tímaritinu Styleby.Kling á nú von á sínu fyrsta barni en hún er hvergi nærri hætt að setja sitt mark á tískuheiminn en hún verður einn af ráðgjöfum The Net Set, samfélagsmiðill sem einblínir á tísku, sem Net-a-Porter hefur sett á laggirnar. Við hlökkum til að fylgjast með því! Kling ásamt Emily Weiss, stofnanda förðunarsíðunnar Into the Gloss.Mynduð á tískuvikunni.Svart frá toppi til táar.Kling ásamt einum vinsælasta bloggara Noregs, Hanneli Mustaparta. Excited to be one of the Style Concils for @TheNetSet Join me for everyday shopping-inspiration! #TheNetSet @netaporter A photo posted by Elin Kling (@elinkling) on Jun 18, 2015 at 8:31am PDTFylgstu með Glamour á Facebook og Instagram.
Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour