Íslenski boltinn

Hjörvar: Pape á að þegja og drulla sér aftur í vinnuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Vandamál Víkinga er, að þeir eru ekki nógu beinskeittir. Það vantar eitthvað fram á við, “ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi-mörkunum um 3-2 tap Víkings gegn ÍBV í 6. umferð deildarinnar í gær.

Hann segir það sem vantar fram á við vera mann sem liðið hafði í allan vetur; Pape Mamadou Faye. Framherjinn ákvað að hætta að spila með Víkingum í síðasta mánuði.

„Ég velti því fyrir mér hvort félögin hafi ekki rétt á að segja við menn að þeir geti ekkert hætt. Það er búið að vera að borga honum. Getur þá maðurinn bara hætt því hann er settur út á kant? „Ég myndi bara segja við hann: „Þegiðu og drullaðu þér í vinnuna.“

Arnar Gunnlaugsson sagði þetta vera eins og hjónaband sem komið væri að leiðarlokum.

„Auðvitað er þetta fáránlegt hjá honum, en það er eins og menn hafi gefist upp á hvor öðrum,“ sagði Arnar og Hjörvar bætti við:

„Er þetta komið svo langt að Pape getur ekki snúið aftur? Getur hann ekki hringt í Óla Þórðar, beðist afsökunar og skorað síðan fjögur mörk á móti Hetti í bikarnum í vikunni?“

Alla umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×