Fjórða hvert bílslys í Bandaríkjunum er vegna símnotkunar Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 08:46 Síminn virðist vera hættulegasta tækið í Bandarískri umferð. Rannsóknargögn frá lögreglunni í Bandaríkjunum sýna að ríflega fjórða hvert bílslys sem þar verður er sökum símnotkunar ökumanna. Það kemur ef til vill ekki mikið á óvart ef rýnt er í niðurstöður nýlegrar könnunar þar í landi sem gerð var af National Safety Council og símafyrirtækinu AT&T. Þar kemur í ljós að 61% ökumanna senda textaskilaboð í akstri, 33% lesa eða skrifa tölvupóst, 28% nota netið og 27% eru á Facebook við aksturinn. Þetta er sláandi niðurstöður og ef til vill er staðreyndin ennþá verri þar sem ekki allir viðurkenna ósiði sína í könnunum. Könnunin sýndi einnig að 27% ökumanna telja að þeir geti með öruggum hætti tekið myndskeið á síma sína í akstri. Ein 17% ökumanna taka „selfie“ myndir af sér, 14% eru á Twitter, 14% á Instagram og 10% viðurkenna að vera á myndtali í akstri. Þegar fólk var spurt að því af hverju það væri á samfélagsmiðlum í akstri sögðu 22% að það væri háð þeim. Nýjustu tölur um ástæðu bílslysa í Bandaríkjunum sýna að 27% þeirra eru vegna símnotkunar og hefur sú tala sífellt hækkað á undanförnum árum. Bent hefur verið á það að þessi tala er líklega talsvert vanmetin þar sem fólk vill treglega viðurkenna það sem ástæðu slyss og oft er auðvelt að fela slíkt þó slys eigi sér stað. Fjörutíu og sex ríki Bandaríkjanna banna með lögum að skrifa skilaboð á síma í akstri, en aðeins 14 ríki banna það að tala í síma í akstri. Samkvæmt þessari nýju könnun eru þessi lög ekki að virka og meirihuti fólks brýtur þau. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent
Rannsóknargögn frá lögreglunni í Bandaríkjunum sýna að ríflega fjórða hvert bílslys sem þar verður er sökum símnotkunar ökumanna. Það kemur ef til vill ekki mikið á óvart ef rýnt er í niðurstöður nýlegrar könnunar þar í landi sem gerð var af National Safety Council og símafyrirtækinu AT&T. Þar kemur í ljós að 61% ökumanna senda textaskilaboð í akstri, 33% lesa eða skrifa tölvupóst, 28% nota netið og 27% eru á Facebook við aksturinn. Þetta er sláandi niðurstöður og ef til vill er staðreyndin ennþá verri þar sem ekki allir viðurkenna ósiði sína í könnunum. Könnunin sýndi einnig að 27% ökumanna telja að þeir geti með öruggum hætti tekið myndskeið á síma sína í akstri. Ein 17% ökumanna taka „selfie“ myndir af sér, 14% eru á Twitter, 14% á Instagram og 10% viðurkenna að vera á myndtali í akstri. Þegar fólk var spurt að því af hverju það væri á samfélagsmiðlum í akstri sögðu 22% að það væri háð þeim. Nýjustu tölur um ástæðu bílslysa í Bandaríkjunum sýna að 27% þeirra eru vegna símnotkunar og hefur sú tala sífellt hækkað á undanförnum árum. Bent hefur verið á það að þessi tala er líklega talsvert vanmetin þar sem fólk vill treglega viðurkenna það sem ástæðu slyss og oft er auðvelt að fela slíkt þó slys eigi sér stað. Fjörutíu og sex ríki Bandaríkjanna banna með lögum að skrifa skilaboð á síma í akstri, en aðeins 14 ríki banna það að tala í síma í akstri. Samkvæmt þessari nýju könnun eru þessi lög ekki að virka og meirihuti fólks brýtur þau.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent