Umtalaðar forsíður 2. júní 2015 12:00 Umtalaðar forsíður síðustu ára. Í gær birtist Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair á fallegri mynd sem ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók. Er þetta í fyrsta sinn sem heimurinn fékk að kynnast Caitlyn Jenner, áður Bruce Jenner, og óhætt að segja að forsíðan hefur vakið mikla athygli. Í tilefni af þessari umtöluðu forsíður en tilvalið að rifja upp nokkrar forsíður tímarita sem hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina. Allt frá Demi Moore með óléttukúluna að Kim Kardashian með beran botninn.Gallabuxur í fyrsta sinn.Á fyrstu forsíðu Vogue eftir að Anna Wintour tók við sem ritstjóri, í nóvember 1988, var fyrirsætan Michaela Bercu klædd í jakka frá Christian Lacroix og Guess gallabuxum. Þetta var í fyrsta sinn sem gallabuxur sáust á forsíðunni. Brúðarmyndin og hashtagg.Þau Kim Kardashian og Kanye West prýddu apríl forsíðu Vogue 2014, mánuði fyrir brúðkaupið þeirra og er sú forsíða ein sú umtalaðasta fyrr og síðar. Var þetta einnig í fyrsta sinn sem hashtag sást á forsíðu Vogue.Umtöluð forsíða sem fór fyrir brjóstið á mörgum.Á forsíðu Vogue í apríl 2008 voru þau Gisele Bundchen og LeBron James. Fór myndin fyrir brjóstið á mörgum og þótti hún minna um of á kvikmyndina King Kong.Demi Moore.Demi Moore sat fyrir hjá Annie Leibovitz fyrir Vanity Fair í ágúst 1991. Demi var nakin á myndinni og komin sjö mánuði á leið með dóttur sína og Bruce Willis. Myndin hneykslaði marga þá, en er í dag ein sú allra þekktasta. Braut Kim internetið?Kim Kardashian sat eftirminnilega fyrir með beran botninn á forsíðu Paper fyrir veturinn 2014. Fór internetið í orðsins fyllstu merkingu á hliðina daginn sem blaðið kom út. Fyrsta sinn í 13 ár.Fyrirsætan Jourdan Dunn sat fyrir á forsíðu breska Vogue í janúar 2015 og var það í fyrsta sinn í 13 ár að lituð fyrirsæta var á forsíðu blaðsins. Naomi Campbell sat fyrir á undan henni árið 2002. Að lokum forsíðan sem allir eru að tala um í dag. Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram. Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Glæsileg barnahátíð um helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Hettupeysur út um allt Glamour Glamour eftirlæti: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Glamour Kardashian systurnar skipta um stílista Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour
Í gær birtist Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair á fallegri mynd sem ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók. Er þetta í fyrsta sinn sem heimurinn fékk að kynnast Caitlyn Jenner, áður Bruce Jenner, og óhætt að segja að forsíðan hefur vakið mikla athygli. Í tilefni af þessari umtöluðu forsíður en tilvalið að rifja upp nokkrar forsíður tímarita sem hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina. Allt frá Demi Moore með óléttukúluna að Kim Kardashian með beran botninn.Gallabuxur í fyrsta sinn.Á fyrstu forsíðu Vogue eftir að Anna Wintour tók við sem ritstjóri, í nóvember 1988, var fyrirsætan Michaela Bercu klædd í jakka frá Christian Lacroix og Guess gallabuxum. Þetta var í fyrsta sinn sem gallabuxur sáust á forsíðunni. Brúðarmyndin og hashtagg.Þau Kim Kardashian og Kanye West prýddu apríl forsíðu Vogue 2014, mánuði fyrir brúðkaupið þeirra og er sú forsíða ein sú umtalaðasta fyrr og síðar. Var þetta einnig í fyrsta sinn sem hashtag sást á forsíðu Vogue.Umtöluð forsíða sem fór fyrir brjóstið á mörgum.Á forsíðu Vogue í apríl 2008 voru þau Gisele Bundchen og LeBron James. Fór myndin fyrir brjóstið á mörgum og þótti hún minna um of á kvikmyndina King Kong.Demi Moore.Demi Moore sat fyrir hjá Annie Leibovitz fyrir Vanity Fair í ágúst 1991. Demi var nakin á myndinni og komin sjö mánuði á leið með dóttur sína og Bruce Willis. Myndin hneykslaði marga þá, en er í dag ein sú allra þekktasta. Braut Kim internetið?Kim Kardashian sat eftirminnilega fyrir með beran botninn á forsíðu Paper fyrir veturinn 2014. Fór internetið í orðsins fyllstu merkingu á hliðina daginn sem blaðið kom út. Fyrsta sinn í 13 ár.Fyrirsætan Jourdan Dunn sat fyrir á forsíðu breska Vogue í janúar 2015 og var það í fyrsta sinn í 13 ár að lituð fyrirsæta var á forsíðu blaðsins. Naomi Campbell sat fyrir á undan henni árið 2002. Að lokum forsíðan sem allir eru að tala um í dag. Fylgstu með Glamour á Facebook og á Instagram.
Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Glæsileg barnahátíð um helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Hettupeysur út um allt Glamour Glamour eftirlæti: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Glamour Kardashian systurnar skipta um stílista Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour