Lífið

Caitlyn Jenner sló heimsmet í gær

Stefán Árni Pálsson skrifar
Caitlyn Jenner sló í gegn í gær.
Caitlyn Jenner sló í gegn í gær. tvitter
Caitlyn Jenner sló í gær heimsmet en enginn manneskja hefur náð að sanka að sér eins mörgum fylgjendur á Twitter á eins stuttum tíma. Hún var aðeins rúmlega fjórar klukkustundir að eignast yfir eina milljón fylgjendur.

Jenner prýðir forsíðu júlí blaðs Vanity Fair. Caitlyn, sem áður hét Bruce Jenner, sat fyrir hjá ljósmyndaranum Annie Leibovitz.

Myndirnar voru teknar á heimili hennar í Malibu í Kaliforníu. Er þetta í fyrsta sinn sem Caitlyn kemur fram.

Kassamerkið #callmecaitlyn sló einnig í gegn á Twitter í gær. Áður hafði sjálfur Bandaríkjaforseti Barack Obama átt metið en hann var fjóra og hálfa klukkustund að ná yfir einni milljón, en hann byrjaði á Twitter um miðjan maí.

Sjá einnig:Vísir - Obama mættur á Twitter

Robert Downey Jr var síðan tæplega sólahring að ná einni milljón fylgjenda í apríl á síðasta ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.