Vill ekki kannast við óeiningu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar 2. júní 2015 14:15 Eygló Harðardóttir og Heiða Kristín Helgadóttir. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum á föstudaginn síðasta. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir umfangsmiklum inngripum til að bæta húsnæðiskerfið. Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í gærkvöldi. Aðspurð um hvernig þessar aðgerðir tryggðu stöðugleika sagði hún aðgengi að ódýru húsnæði einmitt vera mikilvægan þátt í því. Athygli vekur að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru ríflegar og ganga mjög langt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu miklar áhyggjur af því að kröfurnar sem fram komu opinberlega í aðdraganda verkfalla á almennum vinnumarkaði myndu ýta undir verðbólgu og ógna stöðugleika. Vissulega voru þessar aðgerðir liður í því að liðka fyrir samningum við mjög stóran hóp til langs tíma, en fjármögnun þeirra er óljós og vinna við að tryggja hana mjög stutt á veg kominn. Eygló talaði um að ríkissjóður stæði vel og vinna við að reisa hann við gæfi tilefni til að ráðast í þessar aðgerðir og útilokaði ekki að afgangi ríkisins yrði ráðstafað í þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda og jöfnuð í ríkisrekstri. Þannig má ljóst vera að ágreiningur um fjármögnun til þessara aðgerða er ekki í útkljáður, en gangi þessar aðgerðir ekki eftir geta aðilar vinnumarkaðarins sagt sig frá samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp Eyglóar um breytingar á húsnæðisbótakerfinu í ríkisstjórn í morgun og fer það væntanlega á þing í þessari viku. Eygló hefur lagt mikla áherslu á að að jafna stöðu leigenda og þeirra sem eiga fasteign, en þetta frumvarp felur í sér mikinn kostnað fyrir ríkissjóð sem þingið þarf að taka afstöðu til.Annað sem aðgerðirnar innihalda er möguleiki ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu fasteign til þess ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði sínum í þau kaup. Heiða Kristín spurði Eygló hvort ungt fólk ætti upp til hópa séreignarsparnað og sagðist hún bera vonir til þess að aðgerð eins og þessi breytti hugarfari fólks til framtíðar.Húsnæðisfrumvörp ráðherrans hafa kallað á viðbrögð frá fjármálaráðherra sem Eygló gaf ekki mikið út á þegar hún var innt eftir viðbrögðum og sagði þetta eðlilegan núning þegar mikið er undir. Umræðan Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum á föstudaginn síðasta. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir umfangsmiklum inngripum til að bæta húsnæðiskerfið. Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í gærkvöldi. Aðspurð um hvernig þessar aðgerðir tryggðu stöðugleika sagði hún aðgengi að ódýru húsnæði einmitt vera mikilvægan þátt í því. Athygli vekur að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru ríflegar og ganga mjög langt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu miklar áhyggjur af því að kröfurnar sem fram komu opinberlega í aðdraganda verkfalla á almennum vinnumarkaði myndu ýta undir verðbólgu og ógna stöðugleika. Vissulega voru þessar aðgerðir liður í því að liðka fyrir samningum við mjög stóran hóp til langs tíma, en fjármögnun þeirra er óljós og vinna við að tryggja hana mjög stutt á veg kominn. Eygló talaði um að ríkissjóður stæði vel og vinna við að reisa hann við gæfi tilefni til að ráðast í þessar aðgerðir og útilokaði ekki að afgangi ríkisins yrði ráðstafað í þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda og jöfnuð í ríkisrekstri. Þannig má ljóst vera að ágreiningur um fjármögnun til þessara aðgerða er ekki í útkljáður, en gangi þessar aðgerðir ekki eftir geta aðilar vinnumarkaðarins sagt sig frá samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp Eyglóar um breytingar á húsnæðisbótakerfinu í ríkisstjórn í morgun og fer það væntanlega á þing í þessari viku. Eygló hefur lagt mikla áherslu á að að jafna stöðu leigenda og þeirra sem eiga fasteign, en þetta frumvarp felur í sér mikinn kostnað fyrir ríkissjóð sem þingið þarf að taka afstöðu til.Annað sem aðgerðirnar innihalda er möguleiki ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu fasteign til þess ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði sínum í þau kaup. Heiða Kristín spurði Eygló hvort ungt fólk ætti upp til hópa séreignarsparnað og sagðist hún bera vonir til þess að aðgerð eins og þessi breytti hugarfari fólks til framtíðar.Húsnæðisfrumvörp ráðherrans hafa kallað á viðbrögð frá fjármálaráðherra sem Eygló gaf ekki mikið út á þegar hún var innt eftir viðbrögðum og sagði þetta eðlilegan núning þegar mikið er undir.
Umræðan Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira