Sjálfvirk neyðarhemlun minnkar aftanákeyrslur um 38% Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2015 09:52 Sjálfvirk neyðarhemlun í bílum forðar mörgum árekstrunum. Sífellt fleiri bílar eru nú útbúnir sjálfvirkri neyðarhemlun sem sér um að stöðva þá ef stefnir í árekstur. Svo virðist sem full þörf sé fyrir slíkan búnað en könnun á vegum Euro NCAP og hinu ástralska ANCAP leiðir í ljós að þessi búnaður fækkar aftanákeyslum um 38%. Þessi búnaður virðist virka best á milli 30 og 50 kílómetra hraða. Ef farið er hraðar en 60 virðist þessi búnaður hinsvegar hafa lítil áhrif og hvorki minnkun né aukning er á árekstrum ef farið er svo hratt. Eini ókosturinn við þennan búnað í bílum er að með honum aukast líkur á að bílar sem á eftir þeim koma og ekki eru með slíkum búnaði séu líklegri til aftanákeyrsla. Þessu væri ekki að heilsa ef allir bílar væru með þessum búnaði, en þessi staðreynd sýnir að búnaðurinn er sneggri að bregðast við en mannleg viðbrögð við sömu aðstæður. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Sífellt fleiri bílar eru nú útbúnir sjálfvirkri neyðarhemlun sem sér um að stöðva þá ef stefnir í árekstur. Svo virðist sem full þörf sé fyrir slíkan búnað en könnun á vegum Euro NCAP og hinu ástralska ANCAP leiðir í ljós að þessi búnaður fækkar aftanákeyslum um 38%. Þessi búnaður virðist virka best á milli 30 og 50 kílómetra hraða. Ef farið er hraðar en 60 virðist þessi búnaður hinsvegar hafa lítil áhrif og hvorki minnkun né aukning er á árekstrum ef farið er svo hratt. Eini ókosturinn við þennan búnað í bílum er að með honum aukast líkur á að bílar sem á eftir þeim koma og ekki eru með slíkum búnaði séu líklegri til aftanákeyrsla. Þessu væri ekki að heilsa ef allir bílar væru með þessum búnaði, en þessi staðreynd sýnir að búnaðurinn er sneggri að bregðast við en mannleg viðbrögð við sömu aðstæður.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent