„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. júní 2015 10:25 Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottu Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. Vísir/Valli „Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Þetta var tekið löngu fyrir föstudaginn,“ segir Friðrika Benónýsdóttir í samtali við Vísi um viðtal sem tók við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var Hlín handtekin síðastliðinn föstudag sunnan Vallahverfisins þar sem hún hugðist ná í fjármuni sem hún reyndi að kúga út úr forsætisráðherra og eiginkonu hans. Þegar þangað var komið mætti henni fjölmennt lögreglulið sem handtók hana og systur hennar Malín Brand. Síðar hefur komið fram annað fjárkúgunarmál sem Hlín og Malín hafa verið kærðar fyrir. Í því máli eiga þær að hafa hótað að kæra mann fyrir nauðgun greiddi hann þeim ekki 700 þúsund krónur. Maðurinn reiddi fram féð en kærði svo málið í gær eftir að greint var frá fyrra málinu.Malín sagði frá sinni hlið á fyrra málinu í samtali við Vísi en ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Hún hefur ekki tjáð sig um síðara fjárkúgunarmálið. Hlín hefur á engum tímapunkti tjáð sig um málið.Sjá einnig: Systurnar handteknar og yfirheyrðar á nýFriðrika Benónýsdóttir tekur viðtalið við Hlín Einarsdóttur sem birtist í Stundinni í dag en Friðrika var áður menningarritstjóri Fréttablaðsins.Viðtalið við Hlín birtist í Stundinni í dag en þar er tekið fram að rætt var við Hlín áður en hún var handtekin síðastliðinn föstudag. „Þetta var tekið fyrir föstudaginn, tveimur vikum áður en þetta gerðist. Ég hefði nú ekki sleppt henni með það að minnast ekki á þetta. Ég reyndi mikið að ná í hana eftir að þetta kom upp, og bæta því inn í, en það gekk ekki,“ segir Friðrika sem segir viðtalið ansi merkilegt. „Þetta er engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur.“ Í viðtalinu ræðir Hlín um uppeldisár sín í Vottum Jehóva og heilaþvottinn sem hún varð fyrir þar, óútskýrt fráfall móður sinnar, talnablindu sem hún hefur glímt við, starfi sínu sem ritstjóra vefsins Bleikt, og sambandið við Björn Inga Hrafnsson, eiganda Vefpressunnar ehf., svo dæmi séu tekin.„Það var ofboðslegt áfall þegar hún dó og bætti enn í reiðina. Ég vil nefnilega meina að vera hennar í Vottunum hafi átt stóran þátt í því hversu týnd hún var, svona söfnuðir svipta fólk hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálft sig,“ segir Hlín í viðtalinu sem má lesa í heild á vef Stundarinnar hér. Malín Brand.VísirSystir Hlínar, Malín Brand, lýsti æsku sinni í viðtali við DV fyrir tveimur árum. Þar sagði hún að henni hefði liðið illa í skóla og var einmana. „Ég upplifði mig á skjön við krakkana og það skrýtna var að í Vottunum upplifði ég mig líka eina á báti,“ sagði Malín við DV en hún sagðist hafa verið bannfærð af söfnuðinum Vottum Jehóva fyrir að skipta um trú. Hún segir þessa ákvörðun hafa reynt á móður hennar. „Hún sagði mér að henni hefði þótt þetta erfitt og hefði orðið reið út í öldungana fyrir að segja henni að hún þyrfti að velja á milli trúarinnar og dóttur sinnar. Þetta samtal áttum við í júní 2008 og hún dó í október 2008.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira