Fyrsta rallkeppni sumarsins um helgina Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2015 16:45 Frá rallkeppni í fyrra. Nú um helgina, 5. til 6. júní, verður fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í rallý ekin á Reykjanesi. Er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina en ekið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fyrsta áhöfn mun leggja af stað klukkan 18:00 frá húsi Aðalskoðunar í Keflavík og verða eknar sérleiðir í nágrenni Reykjanesbæjar. Má þar nefna m.a. sérleið um höfnina í Keflavík, en sú leið hefur ávallt verið vinsæl hjá áhorfendum en mörg skemmtileg atvik hafa sést þar á undanförnum árum. Keppendur taka síðan næturhlé en mæta eldhressir til leiks snemma á laugardagsmorguninn. Þá verða eknar þrjár ferðir um Djúpavatn, er það er rúmlega 20 km. löng leið en oft ráðast úrslit keppninnar á þessari leið. Keppninni lýkur síðan um klukkan 15:00 við hús Aðalskoðunar þar sem úrslit verða kynnt og verðlaunaafhending fer fram. Íslandsmeistararnir 2014, þeir Tímon félagar Baldur og Aðalsteinn, mæta galvaskir á sömu bifreið og í fyrra, Subaru Imprezu Sti. Þeir óku mjög vel síðasta sumar og fóru í gegnum keppnistímabilið án áfalla, því hefur keppnisbifreið þeirra eingöngu þurft góða yfirferð og nýja túrbínu í vetur. Kapparnir munu ræsa fyrstir í keppninni en hefð er fyrir því að ríkjandi Íslandsmeistarar hefji sumrið fyrstir í rásröð og fái því sjálfkrafa keppnisnúmerið 1. Þeir Baldur og Aðalsteinn eru spenntir, harðákveðnir í að gera sitt besta og ná í sem flest stig í þessari fyrstu keppni sumarsins. Ljóst er að samkeppnin verður hörð og spennandi en til leiks eru m.a. skráðir fjórir fyrrum íslandsmeistarar. Meðal þeirra eru Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson í liði Pumba en þeir aka á Subaru Imprezu. Hefur sú bifreið verið mikið endurbætt frá í fyrra og ætla þeir sér stóra hluti í sumar. Þá er vert að minnast á þau systkinin Daníel Sigurðsson og Ástu Sigurðardóttur sem líkleg til afreka líkt og Þór Lína Sævarsson og Sigurjón Þór Þrastarson en báðar þessar áhafnir eru á öflugum Subaru Impreza bílum. Jón Bjarni Hrólfsson, fyrrum íslandsmeistari mætir sterkur til eftir nokkurra ára hlé, nú ásamt Sæmundi Sæmundssyni á Jeep Cherokee, en góð þátttaka er í jeppaflokki að þessu sinni og því útlit fyrir spennandi keppni þar. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Nú um helgina, 5. til 6. júní, verður fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í rallý ekin á Reykjanesi. Er það Akstursíþróttafélag Suðurnesja sem heldur keppnina en ekið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fyrsta áhöfn mun leggja af stað klukkan 18:00 frá húsi Aðalskoðunar í Keflavík og verða eknar sérleiðir í nágrenni Reykjanesbæjar. Má þar nefna m.a. sérleið um höfnina í Keflavík, en sú leið hefur ávallt verið vinsæl hjá áhorfendum en mörg skemmtileg atvik hafa sést þar á undanförnum árum. Keppendur taka síðan næturhlé en mæta eldhressir til leiks snemma á laugardagsmorguninn. Þá verða eknar þrjár ferðir um Djúpavatn, er það er rúmlega 20 km. löng leið en oft ráðast úrslit keppninnar á þessari leið. Keppninni lýkur síðan um klukkan 15:00 við hús Aðalskoðunar þar sem úrslit verða kynnt og verðlaunaafhending fer fram. Íslandsmeistararnir 2014, þeir Tímon félagar Baldur og Aðalsteinn, mæta galvaskir á sömu bifreið og í fyrra, Subaru Imprezu Sti. Þeir óku mjög vel síðasta sumar og fóru í gegnum keppnistímabilið án áfalla, því hefur keppnisbifreið þeirra eingöngu þurft góða yfirferð og nýja túrbínu í vetur. Kapparnir munu ræsa fyrstir í keppninni en hefð er fyrir því að ríkjandi Íslandsmeistarar hefji sumrið fyrstir í rásröð og fái því sjálfkrafa keppnisnúmerið 1. Þeir Baldur og Aðalsteinn eru spenntir, harðákveðnir í að gera sitt besta og ná í sem flest stig í þessari fyrstu keppni sumarsins. Ljóst er að samkeppnin verður hörð og spennandi en til leiks eru m.a. skráðir fjórir fyrrum íslandsmeistarar. Meðal þeirra eru Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson í liði Pumba en þeir aka á Subaru Imprezu. Hefur sú bifreið verið mikið endurbætt frá í fyrra og ætla þeir sér stóra hluti í sumar. Þá er vert að minnast á þau systkinin Daníel Sigurðsson og Ástu Sigurðardóttur sem líkleg til afreka líkt og Þór Lína Sævarsson og Sigurjón Þór Þrastarson en báðar þessar áhafnir eru á öflugum Subaru Impreza bílum. Jón Bjarni Hrólfsson, fyrrum íslandsmeistari mætir sterkur til eftir nokkurra ára hlé, nú ásamt Sæmundi Sæmundssyni á Jeep Cherokee, en góð þátttaka er í jeppaflokki að þessu sinni og því útlit fyrir spennandi keppni þar.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent