Gullregn í Laugardalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2015 06:30 Þórdís Eva kemur í mark. vísir/pjetur Íslenskt frjálsíþróttalíf hefur verið í miklum blóma síðustu ár og það sannaðist á Laugardalsvellinum í gær er íslenskt frjálsíþróttafólk vann gull í sjö greinum af fimmtán á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Alls fékk íslenska keppnisfólkið átján verðlaun í gær. Bæði stóðu sigurstranglegir keppendur við sitt og aðrir stigu fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Í þeim hópi er hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir. Þessi ungi FH-ingur hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu greinum og slegið ófá aldursflokkamet síðastliðin ár. Hún vann gull í 400 m hlaupi kvenna þar sem hún sýndi stáltaugar og hélt aftur af keppendum sínum á lokasprettinum af miklu öryggi. „Ég var frekar að einbeita mér að því að vinna hlaupið en að bæta minn besta tíma,“ sagði Þórdís Eva við Fréttablaðið. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna. Ég er mjög ánægð með þetta. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa með þessum öflugu keppendum og heiður að fá að vera hluti af þessu frjálsíþróttalandsliði.“ Hún segist ætla að einbeita sér að hlaupum í framtíðinni. „Allt frá 200 m í 800 m. Svo get ég líka stokkið. En ég er byrjuð að keppa meira í hlaupum en stökkum og köstum,“ sagði hún.Aníta náði sér betur á strik en á þriðjudaginn.vísir/pjeturVildi ekki gera sömu mistökin Aníta Hinriksdóttir missti af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag en bætti fyrir það með því að vinna yfirburðasigur í 1500 m hlaupi. Þrátt fyrir að vera meira en 10 sekúndum frá hennar besta tíma var hlaupið vel útfært. Aníta tók fram úr þegar 500 m voru eftir og stakk andstæðinga sína af. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“Útiloka ekki Ríó 2016 Guðni Valur Guðnason snerti kringlu í fyrsta sinn í fyrra en þessi nítján ára kappi gerði sér lítið fyrir og vann í kringlukasti. Hann bætti þar að auki sinn besta árangur um tæpan metra með kasti upp á 56,40 m. Guðni Valur er óhræddur við að stefna hátt. „Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári,“ sagði Guðni Valur. Arnar Pétursson langhlaupari vann öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi og Kristinn Torfason vann gull í langstökki þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá sínu besta. Þá unnu Ívar Kristinn Jasonarson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir gull í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía var að keppa í greininni í aðeins annað sinn á ferlinum. Fyrr um daginn vann hún silfur í 100 m grindarhlaupi en hún bætti sinn besta árangur í báðum greinum. „Ég er að stíga upp úr meiðslum og mjög gott að ná að bæta mig. Það sýnir bara að ég er í góðu formi. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Arna Stefanía. Þriðji og síðasti keppnisdagur frjálsíþróttanna verður á laugardag Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslenskt frjálsíþróttalíf hefur verið í miklum blóma síðustu ár og það sannaðist á Laugardalsvellinum í gær er íslenskt frjálsíþróttafólk vann gull í sjö greinum af fimmtán á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Alls fékk íslenska keppnisfólkið átján verðlaun í gær. Bæði stóðu sigurstranglegir keppendur við sitt og aðrir stigu fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Í þeim hópi er hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir. Þessi ungi FH-ingur hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu greinum og slegið ófá aldursflokkamet síðastliðin ár. Hún vann gull í 400 m hlaupi kvenna þar sem hún sýndi stáltaugar og hélt aftur af keppendum sínum á lokasprettinum af miklu öryggi. „Ég var frekar að einbeita mér að því að vinna hlaupið en að bæta minn besta tíma,“ sagði Þórdís Eva við Fréttablaðið. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna. Ég er mjög ánægð með þetta. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa með þessum öflugu keppendum og heiður að fá að vera hluti af þessu frjálsíþróttalandsliði.“ Hún segist ætla að einbeita sér að hlaupum í framtíðinni. „Allt frá 200 m í 800 m. Svo get ég líka stokkið. En ég er byrjuð að keppa meira í hlaupum en stökkum og köstum,“ sagði hún.Aníta náði sér betur á strik en á þriðjudaginn.vísir/pjeturVildi ekki gera sömu mistökin Aníta Hinriksdóttir missti af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag en bætti fyrir það með því að vinna yfirburðasigur í 1500 m hlaupi. Þrátt fyrir að vera meira en 10 sekúndum frá hennar besta tíma var hlaupið vel útfært. Aníta tók fram úr þegar 500 m voru eftir og stakk andstæðinga sína af. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“Útiloka ekki Ríó 2016 Guðni Valur Guðnason snerti kringlu í fyrsta sinn í fyrra en þessi nítján ára kappi gerði sér lítið fyrir og vann í kringlukasti. Hann bætti þar að auki sinn besta árangur um tæpan metra með kasti upp á 56,40 m. Guðni Valur er óhræddur við að stefna hátt. „Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári,“ sagði Guðni Valur. Arnar Pétursson langhlaupari vann öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi og Kristinn Torfason vann gull í langstökki þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá sínu besta. Þá unnu Ívar Kristinn Jasonarson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir gull í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía var að keppa í greininni í aðeins annað sinn á ferlinum. Fyrr um daginn vann hún silfur í 100 m grindarhlaupi en hún bætti sinn besta árangur í báðum greinum. „Ég er að stíga upp úr meiðslum og mjög gott að ná að bæta mig. Það sýnir bara að ég er í góðu formi. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Arna Stefanía. Þriðji og síðasti keppnisdagur frjálsíþróttanna verður á laugardag
Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira