„Hvað getum við framsóknarmenn gert þó við vöknum fyrr en aðrir?“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:25 Páll Jóhann Pálsson vísir/pjetur Umræða skapaðist í morgun á Alþingi um fyrirkomulag dagskrárliðsins Störf þingsins. Sá háttur hefur verið hafður á að þingmenn sendi tölvupóst klukkan átta að morgni dags til að melda sig á mælendaskrá og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir að liðnum lauk tók við umræða um fundarstjórn forseta þar sem talsverðrar gremju gætti hjá þingmönnum sem ekki komust að. Fimmtán þingmenn komast á mælendaskrá en af þeim voru sjö framsóknarmenn. „Ég sendi tölvupóst klukkan 08.02 í morgun og ég komst ekki að. Hins vegar voru sjö Framsóknarmenn á mælendaskrá sem aldrei heyrist í annars,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir en alls komast fimmtán þingmenn að. Hún hafði þá grunaða um að stilla tölvupóstforrit sitt kvöldið fyrir svo póstur sendist sjálfkrafa um morguninn. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín Júlíusdóttir tóku í sama streng og sögðu að núverandi fyrirkomulag gengi ekki. Píratinn Jón Þór Ólafsson lagði til að tölvupóstskráningin yrði afnumin og gamla góða handauppréttingin í þingsal yrði tekin upp á ný. „Hvað getum við framsóknarmenn gert að því þó við vöknum örlítið fyrr en aðrir? Mér þykir illa að okkur vegið,“ sagði Páll Jóhann Pálsson er komið var að honum að ræða um fundarstjórn forseta. Hann bætti því við að hann og hans flokksfélagar tækju til máls þegar það ætti við og væru ekki að ræða í þaula þau mál sem væru útrædd. Þá myndu þeir ekki hertaka liði á borð við um fundarstjórn forseta líkt og minnihlutinn gerði sig oft sekan um. Uppskar sú athugasemd hlátrasköll þingmanna í salnum. „Það er gott að vita hve þingheimur er glaður í morgunsárið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. Hann lagði til að málið yrði tekið fyrir hjá forsætisnefnd og þingmenn myndu komast að niðurstöðu þar. „Að vísu finnst mér tíðindum sæta að þingmaður Pírata skuli stinga upp á því að aftæknivæða þingið örlítið.“ Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Umræða skapaðist í morgun á Alþingi um fyrirkomulag dagskrárliðsins Störf þingsins. Sá háttur hefur verið hafður á að þingmenn sendi tölvupóst klukkan átta að morgni dags til að melda sig á mælendaskrá og gildir þar reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Eftir að liðnum lauk tók við umræða um fundarstjórn forseta þar sem talsverðrar gremju gætti hjá þingmönnum sem ekki komust að. Fimmtán þingmenn komast á mælendaskrá en af þeim voru sjö framsóknarmenn. „Ég sendi tölvupóst klukkan 08.02 í morgun og ég komst ekki að. Hins vegar voru sjö Framsóknarmenn á mælendaskrá sem aldrei heyrist í annars,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir en alls komast fimmtán þingmenn að. Hún hafði þá grunaða um að stilla tölvupóstforrit sitt kvöldið fyrir svo póstur sendist sjálfkrafa um morguninn. Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Katrín Júlíusdóttir tóku í sama streng og sögðu að núverandi fyrirkomulag gengi ekki. Píratinn Jón Þór Ólafsson lagði til að tölvupóstskráningin yrði afnumin og gamla góða handauppréttingin í þingsal yrði tekin upp á ný. „Hvað getum við framsóknarmenn gert að því þó við vöknum örlítið fyrr en aðrir? Mér þykir illa að okkur vegið,“ sagði Páll Jóhann Pálsson er komið var að honum að ræða um fundarstjórn forseta. Hann bætti því við að hann og hans flokksfélagar tækju til máls þegar það ætti við og væru ekki að ræða í þaula þau mál sem væru útrædd. Þá myndu þeir ekki hertaka liði á borð við um fundarstjórn forseta líkt og minnihlutinn gerði sig oft sekan um. Uppskar sú athugasemd hlátrasköll þingmanna í salnum. „Það er gott að vita hve þingheimur er glaður í morgunsárið,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. Hann lagði til að málið yrði tekið fyrir hjá forsætisnefnd og þingmenn myndu komast að niðurstöðu þar. „Að vísu finnst mér tíðindum sæta að þingmaður Pírata skuli stinga upp á því að aftæknivæða þingið örlítið.“
Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17 Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Segir óþolandi að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. 5. júní 2015 13:17
Steingrímur J. tekur undir hugmyndir um kvennaþing Karlkyns þingmenn víki sæti og konur skipi þingið á hátíðarfundi 19. júní. 5. júní 2015 11:23