Handbolti

Olís-deildin er ein sú lélegasta í Evrópu

Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum á dögunum.
Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum á dögunum. vísir/ernir
Úrvalsdeild karla í handbolta ein sú lélegasta í Evrópu samkvæmt nýjum styrkleikalista Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, en hann gildir fyrir næsta tímabil.

Ísland er í 36. sæti listans og fellur niður um tvö sæti á milli ára. Aðeins Svartfjallaland, Moldavía, Bretland og Georgía eru fyrir neðan Ísland á listanum. Eistland og Kýpur eru meðal þeirra þjóða sem eru fyrir ofan Ísland á listanum.

Ísland fær ekkert sæti í Meistaradeildinni næsta vetur en eitt lið má taka þátt í EHF-bikarnum og þrjú lið mega taka þátt í Áskorendakeppninni.

Þessi styrkleikalisti er byggður á árangri liða þjóðanna í Evrópukeppnum síðustu þrjú ár. Árangur íslenskra liða á erlendri grundu síðustu ár hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.

Þýskaland er sem fyrr á toppi listans og Spánn í öðru sæti. Góður árangur Vezsprém í Meistaradeildinni hefur komið Ungverjalandi upp í þriðja sætið og Frakkar falla því niður í fjórða sætið.

Topp tíu deildir Evrópu:

  1. Þýskaland
  2. Spánn
  3. Ungverjaland
  4. Frakkland
  5. Danmörk
  6. Pólland
  7. Slóvenía
  8. Makedónía
  9. Rúmenía
  10. Svíþjóð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×