Karlalandsliðið í blaki fékk silfur | Vann sinn fyrsta mótsleik í þrjú ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2015 23:42 Íslensku strákarnir fögnuðu vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn. mynd/ólöf sigurðar Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna. Aðrar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Það var allt annað að sjá til íslenska karlalandsliðsins í blaki í kvöld þegar það mætti San Marínó í hörkuleik sem endaði 3-1 fyrir Ísland og tryggði liðinu silfur um hálsinn. Ísland byrjaði fyrstu hrinu af krafti og náði góðu forskoti. Strákarnir misstu það niður undir lokinn og San Marínó náði að jafna í 23-23. Íslensku strákarnir héldu þó haus og kláruðu hrinuna 26-24. Þeir byrjuðu aðra hrinu gríðarlega vel og voru yfir alla hrinuna sem endaði 25-16. Þriðja hrinan var jöfn og spennandi til að byrja með en um miðbik hrinunnar rúllaði San Marínó fram úr íslensku strákunum með sterkum uppgjöfum fyrirliðans Francesco Tabarini og unnu hrinuna 25-19. Í fjórðu hrinu var aldrei spurning um hver hefði betur. Íslenska liðið sýndi frábæran leik og vann hrinuna sannfærandi 25-16 og þar með leikinn 3-1. Það gekk allt upp hjá liðinu í kvöld. Blokkin var vel staðsett, lágvörnin var góð, sóknarmennirnir komust í gang og minna var af óþarfa mistökum en í síðustu leikjum. Íslanenska karlalandsliðið í blaki hefur tvisvar áður unnið til verðlauna á Smáþjóðaleikunum og í bæði skiptin fengið brons, síðast árið 2009. Liðinu hefur ekki gengið vel síðustu ár og hefur til dæmis ekki unnið leik á móti síðan 2012. Sigurinn í kvöld var því langþráður. Stigahæstu leikmenn íslenska liðsins voru Hafsteinn Valdimarsson og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 og 11 stig. Fyrirliði San Marínó, Tabarini var með 19 stig og stigahæstur sinna manna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira