Gullstelpurnar í strandblakinu: Viljum á Ólympíuleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2015 06:00 Sjálfsagt voru ekki margir sem reiknuðu með því að Ísland ynni gull í strandblaki kvenna á Smáþjóðaleikunum en það varð engu að síður raunin í gær. Ísland vann alla sína leiki í keppninni og tryggði sér því gullið með yfirburðum. Það var frábær stemning á strandblaksvellinum í Laugardal í gær þegar stelpurnar unnu Mónakó, 2-0. „Það er ekkert bull. Bara vinna alla leikina. Við áttum reyndar ekki von á því en eftir fyrstu 2-3 leikina sáum við að við gátum þetta alveg,“ sagði Berglind Gígja eftir sigurinn í gær. „við höfum aldrei keppt á Smáþjóðaleikunum áður og vissum því ekkert út í hvað við vorum að fara. Margir keppendur þekkja hverja aðra en við þekktum engan,“ bætti hún við. „Við komum því alveg hlutlausar til leiks og þar sem að Ísland er ekki þekkt strandblaksþjóð voru örugglega einhverjar sem vanmátu okkur í upphafi. Það var okkur í hag.“ Elísabet segir að næst á dagskrá sé að fara til Danmerkur þar sem þær munu spila á dönsku keppnismótaröðinni. „Íþróttin þar er allavega stærri en á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það væri ekki á dagskránni að hætta í bráð. „Við ætlum okkur að komast á Ólympíuleikanna í framtíðinni. Það er stóra markmiðið hjá okkur. En til þess að ná því þurfum við að æfa meira,“ sagði Elísabet. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Berglind og Elísabet tryggðu sér gull í strandblaki Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir tryggðu sér gull á Smáþjóðaleikunum í strandblaki með 2-0 sigri á Mónakó fyrr í dag. 6. júní 2015 14:11 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
Sjálfsagt voru ekki margir sem reiknuðu með því að Ísland ynni gull í strandblaki kvenna á Smáþjóðaleikunum en það varð engu að síður raunin í gær. Ísland vann alla sína leiki í keppninni og tryggði sér því gullið með yfirburðum. Það var frábær stemning á strandblaksvellinum í Laugardal í gær þegar stelpurnar unnu Mónakó, 2-0. „Það er ekkert bull. Bara vinna alla leikina. Við áttum reyndar ekki von á því en eftir fyrstu 2-3 leikina sáum við að við gátum þetta alveg,“ sagði Berglind Gígja eftir sigurinn í gær. „við höfum aldrei keppt á Smáþjóðaleikunum áður og vissum því ekkert út í hvað við vorum að fara. Margir keppendur þekkja hverja aðra en við þekktum engan,“ bætti hún við. „Við komum því alveg hlutlausar til leiks og þar sem að Ísland er ekki þekkt strandblaksþjóð voru örugglega einhverjar sem vanmátu okkur í upphafi. Það var okkur í hag.“ Elísabet segir að næst á dagskrá sé að fara til Danmerkur þar sem þær munu spila á dönsku keppnismótaröðinni. „Íþróttin þar er allavega stærri en á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það væri ekki á dagskránni að hætta í bráð. „Við ætlum okkur að komast á Ólympíuleikanna í framtíðinni. Það er stóra markmiðið hjá okkur. En til þess að ná því þurfum við að æfa meira,“ sagði Elísabet.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Berglind og Elísabet tryggðu sér gull í strandblaki Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir tryggðu sér gull á Smáþjóðaleikunum í strandblaki með 2-0 sigri á Mónakó fyrr í dag. 6. júní 2015 14:11 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Sjá meira
Berglind og Elísabet tryggðu sér gull í strandblaki Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir tryggðu sér gull á Smáþjóðaleikunum í strandblaki með 2-0 sigri á Mónakó fyrr í dag. 6. júní 2015 14:11