Lífið

Fjallið og Sölvi Fannar bjarga pókerspilara úr höndum mannræningja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór, Sölvi, Lee og Krickic eru allir flottir í þessari mynd.
Hafþór, Sölvi, Lee og Krickic eru allir flottir í þessari mynd.
Hafþór Júlíus Björnsson er orðinn vel þekktur um heim allan eftir að hann lék Fjallið svokallaða í þáttunum Game of Thrones. Hafþór hefur í kjölfarið fengið mörg tækifæri erlendis og nú má sjá hann bregða fyrir í stuttmyndinni Into the Poker Glacier.

Myndin var tekin upp hér á landi og aðeins á einum degi. Pétur Sigurðsson, leikstýrir myndinni og var hún meðal annars tekin upp í íshellinum á Langjökli.

„Við voru ekki með neitt handrit,” segir Pétur í samtali við vefsíðuna Poker News. Randy Lew, einn frægasti pókerspilari heims, fer með stórt hlutverk í myndinni.

„Randy var á landinu og okkur langaði bara að taka upp skemmtilegt myndband, fara kannski upp á jökul og gera eitthvað skemmtilegt. Ég fékk nokkrar hugmyndir og langaði að framkvæma þær. Mig hefur alltaf langað að vinna með Fjallinu og hafði rætt við Hafþór og umboðsmann hans áður, um að vinna að einhverju verkefni saman. Þarna kom bara tækifæri og ég ákvað að setja mínar hugmyndir saman í einn graut.“

Pétur hefur áður unnið með Hafþóri og þá í tengslum við hlutverk hans í þáttunum Game og Thrones.

Hafþór fer með leiksigur.
„Ég vann með Hafþóri þegar hann var að reyna komast að í þáttunum, síðan er umboðsmaður hans einkaþjálfarinn minn. Hér á Íslandi er alltaf hægt að ná í alla, það er bara eitt símtal.“

Lew var bara staddur á Ísland og gat ekki hafnað tækifærinu að hitta Fjallið.

„Hann er virkilega viðkunnanlegur en mér leið eins og ég væri að hitta rosalega stóra stjörnu. Hann kremur fólk í þáttunum, en í alvörunni er hann ótrúlega ljúfur,“ segir Randy Lee.

„Hann elskar að borða mikið, svo eitt er víst. Þegar við vorum í hádegismat fékk hann sér tvöfalda steikarsamloku. Því næst lagði ég mig aðeins og á meðan borðaði hann víst matinn minn.

Hér að neðan má sjá þessa mögnuðu stutt mynd en þar má einnig sjá Sölva Fannar Viðarsson, einkaþjálfar, sem hefur áður farið á kostum í leiklistinni. Einnig má sjá Zlatko Krickic sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í myndunum Borgríki 1 og 2.


Tengdar fréttir

Betri en sú fyrri en ekki gallalaus

Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×