Innlent

Sigmundur Davíð í viðtali á Sky News

Sigmundur David Gunnlaugsson.
Sigmundur David Gunnlaugsson. visir/valli
Forsætisráðherra útskýrir fyrir hinum enskumælandi heimi aðgerðir ríkisstjórnarinnar til losunar gjaldeyrishafta.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verður í viðtali á Sky News síðdegis. Þar mun hann svara spurningum er varða aðgerðir ríkisstjórnar til losunar gjaldeyrishaftanna.

Höftin hafa verið við lýði frá því í október 2008 eða í tæp sjö ár. Þann tíma hafa erlendir kröfuhafar þurft að bíða eftir að höftunum yrði aflétt sem nú sér loks fyrir endann á. Hvort þeir séu ánægðir með þau skilyrði sem þeim eru sett er svo önnur saga.

Reikna má með því að Sigmundur Davíð tjái sig um málið við hinn enskumælandi heim einhvern tímann eftir klukkan 14:30.

Beina útsendingu Sky News má sjá í spilaranum hér að neðan.

Uppfært klukkan 17.44

Sky birti viðtalið nú á sjötta tímanum. Það má sjá í spilaranum hér að neðan með því að spóla til baka.


Tengdar fréttir

Slitastjórn Glitnis með skattinn til skoðunar

Slitastjórn Glitnis segir að hluti kröfuhafa, sem eiga um 25 prósent af kröfum í búið, hafi verið í sambandi við framkvæmdastjórn um afnám fjármagnshafta varðandi mögulega undanþágu frá höftum og greiðslu stöðugleikaskatts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×