Innlent

Forsætisráðherra í beinni í Íslandi í dag í kvöld

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verður gestur Íslands í dag klukkan 18.45 og verður viðtalið sýnt í beinni á Vísi. Fylgjast má með viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan.

Afnám gjaldeyrishafta er mál málanna um þessar mundir og veitti Sigmundur meðal annars fréttastofu Sky viðtal um málið fyrr í dag.

Þeir Gunnar Atli Gunnarsson og Höskuldur Kári Schram, fréttamenn Stöðvar 2, munu stýra viðtalinu við Sigmund.


Tengdar fréttir

Gjaldeyrishöftin hert í bili

Alþingi samþykkti í gærkvöldi breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir peningaútstreymi áður en afnám hafta hefst.

BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin

Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta.

Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×