Húsgagna-, blóma- og kjötsskortur vegna verkfalla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. júní 2015 20:00 Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann. Garðyrkja Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann.
Garðyrkja Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira