Handbolti

Þorgrímur Smári til Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorgrímur í búningi Fram.
Þorgrímur í búningi Fram. mynd/fram
Þorgrímur Smári Ólafsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Þorgrímur, sem er 25 ára, lék með HK á síðasta tímabili og skoraði 120 mörk í 27 deildarleikjum fyrir Kópavogsliðið sem féll úr Olís-deildinni. Hann var 6. markahæsti leikmaður deildarinnar.

Þorgrímur hefur einnig leikið með Val og Gróttu og þá á hann að baki leiki fyrir öll yngri landslið Íslands.

Fram endaði í 8. sæti Olís-deildarinnar í vetur og féll úr leik fyrir Val í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×