Helena: Spennt að spila með litlu systur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Helena og Guðbjörg Sverrisdætur verða samherjar með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum sem verða settir í dag. vísir/pjetur Íslenska landsliðið í körfubolta hefur leik á morgun á 16. Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi 1.-6. júní. Ísland leikur þrjá leiki; gegn Möltu 2. júní, Mónakó tveimur dögum síðar og endar svo á leik gegn Lúxemborg 6. júní. Íslensku stelpurnar eiga harma að hefna gegn Lúxemborg en á síðustu Smáþjóðaleikum, sem fóru fram í Lúxemborg fyrir tveimur árum, tapaði Ísland fyrir heimakonum í úrslitaleik um sigur á leikunum, 59-62. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í liði Íslands í þessum leik en hún skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Helena segir að þessi leikur sitji í henni.Þreyttar á silfrinu „Við munum allar eftir þessu. Okkur fannst við vera miklu betri í leiknum en við hittum ekki neitt og það gekk einhvern veginn ekkert upp þennan dag,“ sagði Helena í samtali við Fréttablaðið í gær en skotnýting Íslands í umræddum leik var aðeins 34,8%. „Við höfum talað um það okkar í milli að það sé kominn tími á vinna þessa leika,“ bætti Helena við. „Við höfum verið í 2. sæti síðan ég byrjaði í þessu. Þetta eru fjórðu leikarnir mínir og ég hef alltaf fengið silfur. Það er kominn smá pirringur í okkur og okkur langar að vinna þetta loksins.“ Helena segir að íslenska liðið þekki það maltneska vel en liðin mættust í Evrópukeppni smáþjóða í fyrra. Mónakó er hins vegar óskrifað blað enda að taka þátt í fyrsta sinn í körfuboltakeppninni. Smáþjóðaleikarnir eru öðrum þræði undirbúningur fyrir undankeppni EM í haust en landsliðið hefur æft saman síðustu vikurnar.Helena er að fara að keppa á sínum fjórðu Smáþjóðaleikum.vísir/daníelUndankeppni EM framundan „Við erum á leið í undankeppni EM í haust og erum með stóran æfingahóp sem er opinn því við erum horfa aðeins lengra fram í tímann,“ sagði Helena en Ísland fer einnig á æfingamót í Danmörku í júlí þar sem liðið leikur að minnsta kosti þrjá leiki. En hvernig líst Helenu á íslenska hópinn? „Það er alltaf ákveðinn kjarni til staðar og svo eru ungar stelpur að koma upp. Þegar við byrjuðum að æfa í vor vorum við með 18-19 stelpur á æfingum sem voru allar tilbúnar að gefa allt í þetta. Ég held að það hafi ekkert verið auðvelt að velja hópinn sem er bara frábært,“ sagði Helena en þjálfari Íslands er Ívar Ásgrímsson sem hefur breytt áherslum í sóknarleik liðsins.Öðruvísi sóknarleikur hjá Ívari „Við fengum Ívar í fyrra og hann hefur spilað svolítið öðruvísi sóknarleik, þríhyrningssókn, sem ekki allar eru vanar að spila. En maður finnur alveg mun núna, þegar við erum búnar að spila þetta í eitt ár. Við erum komnar lengra í þessari vinnu og erum sterkari en við vorum í fyrrasumar,“ sagði Helena. Helena, sem spilaði með CCC Polkowice í Póllandi á nýafstöðnu tímabili, er leikreyndust í íslenska hópnum með 51 landsleik, sem er ekki mikið í ljósi þess að hún er á sínu 13. ári í landsliðinu. Verkefni kvennalandsliðsins eru ekki mörg og á árunum 2010-2011 lá landsliðið hreinlega niðri. Næstleikjahæst í hópnum er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 30 landsleiki. Enginn nýliði er í hópnum en nokkir leikmenn eiga minna en tíu leiki að baki með landsliðinu. Meðal þeirra er Guðbjörg Sverrisdóttir, systir Helenu, sem lék sinn fyrsta og eina landsleik gegn Danmörku í Stykkishólmi fyrra.Guðbjörg hefur leikið með Val undanfarin ár.vísir/vilhelmSömu taktarnir hjá systrunum „Það var fyrsti leikurinn okkar saman og það er fyrst núna sem við erum farnar að spila saman,“ sagði Helena og bætti því við að hún hafi verið farin í atvinnumennsku áður en Guðbjörg kom af alvöru inn í meistaraflokkslið Hauka. Helena hlakkar til samstarfsins með litlu systur en fjórum árum munar á þeim (Helena er fædd 1988 og Guðbjörg 1992). „Ég er mjög spennt fyrir að spila með henni. Það er ótrúlega fyndið hvað við erum líkar, þó við höfum aldrei spilað saman. Við erum með sömu taktana og það er sérstakt að horfa á hana og hugsa að þetta sé bara eins og ég sé að spila.“ Helena er, sem kunnugt er, á heimleið og mun vera spilandi þjálfari hjá Haukum á næsta tímabili. Guðbjörg hefur hins vegar spilað með Val undanfarin ár. En ætlar Helena að reyna að fá litlu systur yfir í Hauka? „Jú, það er ekkert staðfest núna, en auðvitað reynir maður. Það kemur bara í ljós,“ sagði Helena í léttum dúr að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Íslenska landsliðið í körfubolta hefur leik á morgun á 16. Smáþjóðaleikunum sem fara fram hér á landi 1.-6. júní. Ísland leikur þrjá leiki; gegn Möltu 2. júní, Mónakó tveimur dögum síðar og endar svo á leik gegn Lúxemborg 6. júní. Íslensku stelpurnar eiga harma að hefna gegn Lúxemborg en á síðustu Smáþjóðaleikum, sem fóru fram í Lúxemborg fyrir tveimur árum, tapaði Ísland fyrir heimakonum í úrslitaleik um sigur á leikunum, 59-62. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í liði Íslands í þessum leik en hún skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Helena segir að þessi leikur sitji í henni.Þreyttar á silfrinu „Við munum allar eftir þessu. Okkur fannst við vera miklu betri í leiknum en við hittum ekki neitt og það gekk einhvern veginn ekkert upp þennan dag,“ sagði Helena í samtali við Fréttablaðið í gær en skotnýting Íslands í umræddum leik var aðeins 34,8%. „Við höfum talað um það okkar í milli að það sé kominn tími á vinna þessa leika,“ bætti Helena við. „Við höfum verið í 2. sæti síðan ég byrjaði í þessu. Þetta eru fjórðu leikarnir mínir og ég hef alltaf fengið silfur. Það er kominn smá pirringur í okkur og okkur langar að vinna þetta loksins.“ Helena segir að íslenska liðið þekki það maltneska vel en liðin mættust í Evrópukeppni smáþjóða í fyrra. Mónakó er hins vegar óskrifað blað enda að taka þátt í fyrsta sinn í körfuboltakeppninni. Smáþjóðaleikarnir eru öðrum þræði undirbúningur fyrir undankeppni EM í haust en landsliðið hefur æft saman síðustu vikurnar.Helena er að fara að keppa á sínum fjórðu Smáþjóðaleikum.vísir/daníelUndankeppni EM framundan „Við erum á leið í undankeppni EM í haust og erum með stóran æfingahóp sem er opinn því við erum horfa aðeins lengra fram í tímann,“ sagði Helena en Ísland fer einnig á æfingamót í Danmörku í júlí þar sem liðið leikur að minnsta kosti þrjá leiki. En hvernig líst Helenu á íslenska hópinn? „Það er alltaf ákveðinn kjarni til staðar og svo eru ungar stelpur að koma upp. Þegar við byrjuðum að æfa í vor vorum við með 18-19 stelpur á æfingum sem voru allar tilbúnar að gefa allt í þetta. Ég held að það hafi ekkert verið auðvelt að velja hópinn sem er bara frábært,“ sagði Helena en þjálfari Íslands er Ívar Ásgrímsson sem hefur breytt áherslum í sóknarleik liðsins.Öðruvísi sóknarleikur hjá Ívari „Við fengum Ívar í fyrra og hann hefur spilað svolítið öðruvísi sóknarleik, þríhyrningssókn, sem ekki allar eru vanar að spila. En maður finnur alveg mun núna, þegar við erum búnar að spila þetta í eitt ár. Við erum komnar lengra í þessari vinnu og erum sterkari en við vorum í fyrrasumar,“ sagði Helena. Helena, sem spilaði með CCC Polkowice í Póllandi á nýafstöðnu tímabili, er leikreyndust í íslenska hópnum með 51 landsleik, sem er ekki mikið í ljósi þess að hún er á sínu 13. ári í landsliðinu. Verkefni kvennalandsliðsins eru ekki mörg og á árunum 2010-2011 lá landsliðið hreinlega niðri. Næstleikjahæst í hópnum er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 30 landsleiki. Enginn nýliði er í hópnum en nokkir leikmenn eiga minna en tíu leiki að baki með landsliðinu. Meðal þeirra er Guðbjörg Sverrisdóttir, systir Helenu, sem lék sinn fyrsta og eina landsleik gegn Danmörku í Stykkishólmi fyrra.Guðbjörg hefur leikið með Val undanfarin ár.vísir/vilhelmSömu taktarnir hjá systrunum „Það var fyrsti leikurinn okkar saman og það er fyrst núna sem við erum farnar að spila saman,“ sagði Helena og bætti því við að hún hafi verið farin í atvinnumennsku áður en Guðbjörg kom af alvöru inn í meistaraflokkslið Hauka. Helena hlakkar til samstarfsins með litlu systur en fjórum árum munar á þeim (Helena er fædd 1988 og Guðbjörg 1992). „Ég er mjög spennt fyrir að spila með henni. Það er ótrúlega fyndið hvað við erum líkar, þó við höfum aldrei spilað saman. Við erum með sömu taktana og það er sérstakt að horfa á hana og hugsa að þetta sé bara eins og ég sé að spila.“ Helena er, sem kunnugt er, á heimleið og mun vera spilandi þjálfari hjá Haukum á næsta tímabili. Guðbjörg hefur hins vegar spilað með Val undanfarin ár. En ætlar Helena að reyna að fá litlu systur yfir í Hauka? „Jú, það er ekkert staðfest núna, en auðvitað reynir maður. Það kemur bara í ljós,“ sagði Helena í léttum dúr að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti