Ríflega 200 skráðir í Klausturkeppnina Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 08:56 Fjölmenni býður eftir ræsingu í Klausturkeppninni. Stærsta akstursíþróttakeppni sem haldin er hér á landi á hverju ári, Klausturskeppnin svokallaða verður haldin á Kirkjubæjarklaustri 30. maí. Skráning í keppnina hefur gengið vel og eru um 200 keppendur þegar skráðir til leiks en skráning er enn opin á vefnum msisport.is. Það er Vélhjólaíþróttaklúbburinn og Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands sem standa að keppninni ásamt landeigendum á Ásgarði við Kirkjubæjarklaustur. Keppnin á síðasta ári laðaði að sér um 240 keppendur. Undanfarin ár hefur gríðarleg vinna verið lögð í að gera keppnissvæðið betur úr garði, og svæðið skipulagt til að henta fyrir keppni eins og þessa. Landeigendur hafa einnig unnið hörðum höndum að frágangi á brautinni að keppni lokinni með því að slétta og græða keppnisstæðið og má því segja að á hverju ári sé keppt í nýrri braut. Keppnishaldarar og keppendur hafa jafnframt undanfarin ár látið gott af sér leiða á staðnum og hafa m.a. Heilsugæslustöðin og Leikskólinn á Klaustri tekið við styrkjum í tengslum við keppnina. Keppnin hefst kl. 12 á hádegi og lýkur ekki fyrr en 6 tímum síðar eða kl. 18. Þolakstur á mótorhjólum er ein erfiðasta íþróttagrein heims og því er þessi keppni langt frá því að vera auðveld þó svo skemmtunin sé lykilatriði flestra þátttakenda. Keppt verður í nokkrum flokkum s.s. einstaklingsflokki en sigurvegarinn þar fær sæmdarheitið „Járnkarlinn“ að keppni lokinni enda gríðarleg þolraun að keppa einn í 6 tíma í keppni sem þessari. Einnig verður keppt í tveggja og þriggja manna liðum auk þess sem veitt verða ýmis skemmtileg verðlaun s.s. í flokki feðga, mæðgina, eldri en 100 ára samanlagt í tveggja manna flokki, eldri en 135 ára samanlagt í þriggja manna flokki. Það verður því stutt í léttleikann og stemninguna þegar menn safnast saman í grennd við Kirkjubæjarklaustur 30. maí næstkomandi. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Stærsta akstursíþróttakeppni sem haldin er hér á landi á hverju ári, Klausturskeppnin svokallaða verður haldin á Kirkjubæjarklaustri 30. maí. Skráning í keppnina hefur gengið vel og eru um 200 keppendur þegar skráðir til leiks en skráning er enn opin á vefnum msisport.is. Það er Vélhjólaíþróttaklúbburinn og Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands sem standa að keppninni ásamt landeigendum á Ásgarði við Kirkjubæjarklaustur. Keppnin á síðasta ári laðaði að sér um 240 keppendur. Undanfarin ár hefur gríðarleg vinna verið lögð í að gera keppnissvæðið betur úr garði, og svæðið skipulagt til að henta fyrir keppni eins og þessa. Landeigendur hafa einnig unnið hörðum höndum að frágangi á brautinni að keppni lokinni með því að slétta og græða keppnisstæðið og má því segja að á hverju ári sé keppt í nýrri braut. Keppnishaldarar og keppendur hafa jafnframt undanfarin ár látið gott af sér leiða á staðnum og hafa m.a. Heilsugæslustöðin og Leikskólinn á Klaustri tekið við styrkjum í tengslum við keppnina. Keppnin hefst kl. 12 á hádegi og lýkur ekki fyrr en 6 tímum síðar eða kl. 18. Þolakstur á mótorhjólum er ein erfiðasta íþróttagrein heims og því er þessi keppni langt frá því að vera auðveld þó svo skemmtunin sé lykilatriði flestra þátttakenda. Keppt verður í nokkrum flokkum s.s. einstaklingsflokki en sigurvegarinn þar fær sæmdarheitið „Járnkarlinn“ að keppni lokinni enda gríðarleg þolraun að keppa einn í 6 tíma í keppni sem þessari. Einnig verður keppt í tveggja og þriggja manna liðum auk þess sem veitt verða ýmis skemmtileg verðlaun s.s. í flokki feðga, mæðgina, eldri en 100 ára samanlagt í tveggja manna flokki, eldri en 135 ára samanlagt í þriggja manna flokki. Það verður því stutt í léttleikann og stemninguna þegar menn safnast saman í grennd við Kirkjubæjarklaustur 30. maí næstkomandi.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent