Lífið

Íslenskur knattspyrnumaður flytur Unbroken

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Reynir á góðri stundu með félögum sínum í KR.
Guðmundur Reynir á góðri stundu með félögum sínum í KR. Vísir/Daníel
Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður Víkings í Ólafsvík, hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður undir listamannsnafninu Mummi. Bæði hefur hann samið eigin lög, spilað og sungið, en þá virðist hann eiga afar auðvelt með að búa til sínar eigin ábreiður af alls konar lögum.

Unbroken, framlag Íslands til Eurovision í ár, er ein af nýrri ábreiðum kappans sem er menntaður hagfræðingur. Mummi, sem er uppalinn í Vesturbænum, er KR-ingur í húð og hár. Hann hefur einnig spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð auk þess að nema við ekki ómerkilegri skóla en Harvard í Boston. Þar hlaut hann einmitt hæstu einkunn í skiptinámi.

Hann einbeitir sér nú í auknum mæli að tónlistinni en ábreiðuna af Unbroken má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×