Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ Bjarki Ármannsson skrifar 21. maí 2015 22:12 „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. Vísir/EPA „Þetta er bara svona, það þarf ekkert að samhryggjast mér,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima StopWaitGo, þegar Vísir náði tali af honum stuttu eftir að ljóst varð að Ísland færi ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið. „Þetta er náttúrulega bara lagið okkar allra.“ María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar í Vínarborg í kvöld en var ekki meðal þeirra tíu atriða sem komust áfram. Ásgeir, einn lagahöfunda Unbroken, segir Íslendingahópinn samt sem áður stolta af frammistöðu Maríu.Sjá einnig: Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ „Það var ekkert sem hefði getað farið betur og María stóð sig eins og hetja,“ segir Ásgeir. „Það er bara í svona keppni, sem er svona ólíkindatól, þá þurfa bara allar breyturnar að vera manni í hag. Það var bara ekki þannig í kvöld.“ Íslendingar biðu flestir með öndina í hálsinum þegar tilkynnt var um það hvaða atriði kæmust áfram að flutningi loknum. Nafn Íslands hefur fjórum sinnum á síðustu sjö árum komið upp úr síðasta umslaginu en að þessu sinni hrepptu Ísraelsmenn, sem þykja líklegir til að ná langt í ár, síðasta sætið sem í boði var.Sjá einnig: Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum „Maður byrjaði að hafa svona lúmska tilfinningu fyrir þessu, með fullri virðingu fyrir til dæmis Póllandi og Kýpur, þegar þau lönd voru lesin upp,“ segir Ásgeir. „Svo þegar maður sá að Ísrael var ekki komið áfram og síðasta umslagið var eftir, þá var maður svona eiginlega búinn að sjá þetta fyrir.“ Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort hópurinn í kringum Maríu verði áfram úti í Vín á meðan keppni stendur. Hann segir Eurovision-ferlið allt hafa verið ómetanlega reynslu en að allt of snemmt sé að segja til um það hvort StopWaitGo-teymið reyni aftur við keppnina að ári. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega gaman og ómetanleg reynsla. Og það sem gerðist hérna í kvöld, það er bara vindur í seglin.“ Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57 Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
„Þetta er bara svona, það þarf ekkert að samhryggjast mér,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima StopWaitGo, þegar Vísir náði tali af honum stuttu eftir að ljóst varð að Ísland færi ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið. „Þetta er náttúrulega bara lagið okkar allra.“ María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar í Vínarborg í kvöld en var ekki meðal þeirra tíu atriða sem komust áfram. Ásgeir, einn lagahöfunda Unbroken, segir Íslendingahópinn samt sem áður stolta af frammistöðu Maríu.Sjá einnig: Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ „Það var ekkert sem hefði getað farið betur og María stóð sig eins og hetja,“ segir Ásgeir. „Það er bara í svona keppni, sem er svona ólíkindatól, þá þurfa bara allar breyturnar að vera manni í hag. Það var bara ekki þannig í kvöld.“ Íslendingar biðu flestir með öndina í hálsinum þegar tilkynnt var um það hvaða atriði kæmust áfram að flutningi loknum. Nafn Íslands hefur fjórum sinnum á síðustu sjö árum komið upp úr síðasta umslaginu en að þessu sinni hrepptu Ísraelsmenn, sem þykja líklegir til að ná langt í ár, síðasta sætið sem í boði var.Sjá einnig: Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum „Maður byrjaði að hafa svona lúmska tilfinningu fyrir þessu, með fullri virðingu fyrir til dæmis Póllandi og Kýpur, þegar þau lönd voru lesin upp,“ segir Ásgeir. „Svo þegar maður sá að Ísrael var ekki komið áfram og síðasta umslagið var eftir, þá var maður svona eiginlega búinn að sjá þetta fyrir.“ Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort hópurinn í kringum Maríu verði áfram úti í Vín á meðan keppni stendur. Hann segir Eurovision-ferlið allt hafa verið ómetanlega reynslu en að allt of snemmt sé að segja til um það hvort StopWaitGo-teymið reyni aftur við keppnina að ári. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega gaman og ómetanleg reynsla. Og það sem gerðist hérna í kvöld, það er bara vindur í seglin.“
Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57 Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57
Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31