Gista áfram á hótelinu en fæðispeningar falla niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2015 15:21 María Ólafsdóttir og félagar hafa skemmt landanum undanfarna daga og vikur í tengslum við Eurovision. Vísir/GVA Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman. Eurovision Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fulltrúar Íslands í Eurovision og starfsmenn RÚV munu ekki njóta dagpeninga síðustu tvo dagana í Vín. Um tuttugu manns, 12-13 listamenn og aðstoðarfólk auk starfsmanna RÚV, eru í Vín og ætla að njóta verunnar ytra fram á sunnudag og sumir lengur. Hera Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri söngvakeppninnar, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag, aðspurð um réttindi til dagpeninga úti í Vín eftir að Ísland datt út, að það væri samkomulag milli RÚV og hópsins. „Greiðslur til þeirra eru bara á milli okkar,“ sagði Hera.Sjá einnig:María segir mikið stress hafa verið í gangi Fréttastofa hafði aftur samband við Heru vegna þessa svars og sagði Hera að ekki væri um neitt feimnismál að ræða. „Það er svo sem ekkert feimnismál að fólk fær dagpeninga, eða fæðispeninga, á meðan það er hér,“ segir Hera. Fólki hafi staðið til boða að halda heim í dag. Hefði það verið ósk einhvers hefði verið gengið í það en svo er ekki. Fólk ætli að vera áfram.Hópurinn aldrei jafn fjölmennur og stemning góð Hera upplýsir að tuttugu manna hópurinn fái ekki fæðispeninga á laugardag og sunnudag. Fæðispeningarnir, um 17.500 krónur á dag skv. upplýsingum á vef Fjármálaráðuneytisins, miðist við það að dagurinn í dag hefði verið ferðadagur heim. Fulltrúar Íslands þurfa því að greiða fyrir mat og drykka úr eigin vasa laugardag og sunnudag. Hópurinn fær þó að dvelja áfram á hótelinu á kostnað RÚV. Fólkið er með miða á úrslitakvöldið á morgun og ætli að skemmta sér vel.Sjá einnig:Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Aðspurð hvort búið hafi verið að ganga frá greiðslum við hótelið fram á sunnudag og því sjálfsagt að nýta það segir Hera að líklega hefði eitthvað fengist til baka væri hópurinn á heimleið í dag. Hins vegar sé bara um að ræða tvo daga til viðbótar. Um allt annað dæmi hefði verið að ræða hefði Ísland keppt á þriðjudeginum. Hópurinn heldur svo heim að stærstum hluta á sunnudag að undanskildum nokkrum sem ætla að nota ferðina og dvelja lengur ytra með fjölskyldum sínum. Hera segir stemninguna í hópnum afar góða. Hópur Íslendinga, fyrrnefnd tuttugu auk um 35 maka og fylgihluta, hafi aldrei verið jafnfjölmennur og í kvöld ætli allir að hittast og skemmta sér saman.
Eurovision Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira