Virkjanamálin enn í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2015 13:24 Meirihluti atvinnuveganefndar vill gefa Landsvirkjun svör sem duga fyrirtækinu til að ljúka samingum um stóriðju á Grundartanga og í Helguvík. vísir/vilhelm Ekkert samkomulag liggur fyrir um breytingar á virkjanatillögu meirihluta atvinnuveganefndar eftir aukafund nefndarinnar í morgun. Þá liggur ekki fyrir með hvaða hætti þingstörf verða næstu vikurnar eftir að ákveðið var að framlengja þingstörfin. Atvinnuveganefnd koma saman til aukafundar klukkan hálf níu í morgun til að ræða tillögu meirihluta nefndarinnar um þrjá nýja virkjanakosti. Virkjanakostirnir höfðu áður verið fjórir en meirhlutinn gerði samkomulag umhverfisráðherra um að taka Hagavatnsvirkjun út. Verkefnisstjórn rammaáætlunar sat fyrir svörum hjá nefndinni í morgun ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og embættismönnum úr umhverfisráðuneytinu. Samkomulag varð á föstudag um þennan fund að tillögu Kristjáns L. Möller fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þennan fund hafa undirstrikað mikilvægi málsins. „Við höfum t.d. farið yfir það með fulltrúum Landsvirkjunar hversu mikilvægt er fyrir þá að fá sýn á það hverju þeir geti svarað þeim fyrirtækjum sem hér vilja hefja starfsemi. Vilja hefja hér uppbyggingu bæði uppi á Grundartanga og í Helguvík,“ segir Jón. Ekki sé við núverandi aðstæður hægt að ljúka þjóðahagslega mikilvægum samningum við þessi fyrirtæki. Þá hafi verið farið yfir málin með formanni verkefnastjórnar rammaáætlunar. „Þá er ekki hægt að skilja það öðruvísi af þeim viðræðum öðruvísi en þótt virkjanakostir í virkjanakostir í neðri Þjórsá verði færðir í nýtingarflokk uppfylli það að öllu leyti málsmeðferð samkvæmt gildandi lögum. Þótt hann (formaður verkefnastjórnar) telji að virkjanakostur í Skrokköldu sé á heldur grárra svæði,“ segir Jón. Þingstörfum átti að ljúka næst komandi föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins en fyrir helgi tilkynnti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að starfsáætlunin gilti ekki lengur. Klukkan tólf á hádegi hófst fundur með þingflokksformönnum og klukkan hálf eitt er fyrirhugaður fundur í forsætisnefnd áður en þingfundur hefst klukkan eitt. Að loknum minningarorðum um Skúla Alexandersson fyrrverandi þingmann, á þingfundur að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og að þeim loknum koma virkjanamálin aftur til umræðu, áttunda daginn í röð. Ekkert samkomulag um þinglega meðferð málsins liggur fyrir eftir fundinn í atvinnuveganefnd. „Afstaða meirihlutans er alveg skýr. Við viljum gefa orkufyrirtækjunum , í þessu tilviki Landsvirkjun, þau svör að þau geti lokið þeim samningum og þeim viðræðum sem þau eru í um þessi mikilvægu verkefni,“ segir Jón. Hins vegar sé erfitt að átta sig á afstöðu minnihlutans. Hún bjóði ekki upp á neina samninga; eingöngu að tillaga meirhlutans í heild verði dregin til baka. „Málsmeðferðin af hálfu stjórnarminnihlutans hér hefur auðvitað að mínu mati verið til háborinnar skammar hvernig hefur verið á því haldið. Ég hef ekki upplifað annað eins rugl eins og hefur átt sér stað hér í þinginu. Sérstaklega þegar leið á síðustu viku,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys í Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir um breytingar á virkjanatillögu meirihluta atvinnuveganefndar eftir aukafund nefndarinnar í morgun. Þá liggur ekki fyrir með hvaða hætti þingstörf verða næstu vikurnar eftir að ákveðið var að framlengja þingstörfin. Atvinnuveganefnd koma saman til aukafundar klukkan hálf níu í morgun til að ræða tillögu meirihluta nefndarinnar um þrjá nýja virkjanakosti. Virkjanakostirnir höfðu áður verið fjórir en meirhlutinn gerði samkomulag umhverfisráðherra um að taka Hagavatnsvirkjun út. Verkefnisstjórn rammaáætlunar sat fyrir svörum hjá nefndinni í morgun ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og embættismönnum úr umhverfisráðuneytinu. Samkomulag varð á föstudag um þennan fund að tillögu Kristjáns L. Möller fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þennan fund hafa undirstrikað mikilvægi málsins. „Við höfum t.d. farið yfir það með fulltrúum Landsvirkjunar hversu mikilvægt er fyrir þá að fá sýn á það hverju þeir geti svarað þeim fyrirtækjum sem hér vilja hefja starfsemi. Vilja hefja hér uppbyggingu bæði uppi á Grundartanga og í Helguvík,“ segir Jón. Ekki sé við núverandi aðstæður hægt að ljúka þjóðahagslega mikilvægum samningum við þessi fyrirtæki. Þá hafi verið farið yfir málin með formanni verkefnastjórnar rammaáætlunar. „Þá er ekki hægt að skilja það öðruvísi af þeim viðræðum öðruvísi en þótt virkjanakostir í virkjanakostir í neðri Þjórsá verði færðir í nýtingarflokk uppfylli það að öllu leyti málsmeðferð samkvæmt gildandi lögum. Þótt hann (formaður verkefnastjórnar) telji að virkjanakostur í Skrokköldu sé á heldur grárra svæði,“ segir Jón. Þingstörfum átti að ljúka næst komandi föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins en fyrir helgi tilkynnti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að starfsáætlunin gilti ekki lengur. Klukkan tólf á hádegi hófst fundur með þingflokksformönnum og klukkan hálf eitt er fyrirhugaður fundur í forsætisnefnd áður en þingfundur hefst klukkan eitt. Að loknum minningarorðum um Skúla Alexandersson fyrrverandi þingmann, á þingfundur að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og að þeim loknum koma virkjanamálin aftur til umræðu, áttunda daginn í röð. Ekkert samkomulag um þinglega meðferð málsins liggur fyrir eftir fundinn í atvinnuveganefnd. „Afstaða meirihlutans er alveg skýr. Við viljum gefa orkufyrirtækjunum , í þessu tilviki Landsvirkjun, þau svör að þau geti lokið þeim samningum og þeim viðræðum sem þau eru í um þessi mikilvægu verkefni,“ segir Jón. Hins vegar sé erfitt að átta sig á afstöðu minnihlutans. Hún bjóði ekki upp á neina samninga; eingöngu að tillaga meirhlutans í heild verði dregin til baka. „Málsmeðferðin af hálfu stjórnarminnihlutans hér hefur auðvitað að mínu mati verið til háborinnar skammar hvernig hefur verið á því haldið. Ég hef ekki upplifað annað eins rugl eins og hefur átt sér stað hér í þinginu. Sérstaklega þegar leið á síðustu viku,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys í Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“