Handbolti

Víkingur heldur áfram að bæta við sig mannskap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víglundur Jarl í Víkingstreyjunni.
Víglundur Jarl í Víkingstreyjunni. mynd/heimasíða Víkings
Víglundur Jarl Þórsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings og mun því leika með Fossvogsliðinu í Olís-deildinni á næsta tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkings.

Víglundur, sem er 23 ára, kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur leikið alla tíð. Víglundur skoraði 31 mark í 24 leikjum fyrir Stjörnuna í vetur en Garðabæjarliðið féll úr Olís-deildinni eftir eins árs veru. Hjá Víkingi hittir Víglundur fyrir bróður sinn, Jakob Sindra.

„Það er gríðarlega ánægjulegt að fá Víglund til liðs við okkur. Hann er fjölhæfur leikmaður með reynslu úr úrvalsdeild og yngri landsliðum, en það er slík reynsla sem við þurfum inn í hópinn á þessum tímapunkti.

„Víglundur kemur til með að auka breiddina í hópnum og hann hefur alla burði til að leika stórt hlutverk í okkar uppbyggingarstarfi," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings í viðtali á heimasíðu félagsins.

Víkingar hafa verið duglegir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deildinni á næsta tímabili en auk Víglundar hefur félagið samið við Daníel Inga Guðmundsson og Atla Karl Bachmann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×