Bónusgreiðslur til bankastarfsmanna: Verðbréfafyrirtækjum hugsanlega gefinn meiri slaki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2015 21:38 Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að til greina komi að gera greinarmun á innlánsstofnunum og verðbréfafyrirtækjum, í ljósi nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þess efnis að almennum starfsmönnum bankakerfisins verði heimilt að fá bónusgreiðslur sem nemi mörg hundruð prósentum árslauna þeirra. Haldið verði í þær ströngu reglur sem gilt hafi um bónusa til starfsmanna innlánsfyrirtækja en að verðbréfafyrirtækjum verði gefinn meiri slaki. „Það hefur komið fram það sjónarmið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að það gæti verið gagnlegra að skipta stofnunum upp í innlánsstofnanir sem eru kannski í viðskiptum við neytendur og eru að fara með innlán fólks og síðan önnur verðbréfafyrirtæki sem ættu að gilda aðrar reglur um og kannski frjálslegri því þau eru í viðskiptum við fagfjárfesta sem kunna fótum sínum forráð,“ sagði Frosti í Klinkinu á Stöð 2 í kvöld.Sjá einnig: Þingmaður segir galið að hækka bónusa Í frumvarpinu er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna en ekkert þak verður á bónusgreiðslur til almennra starfsmanna. „Það hafa komið umsagnir í þá veru að það sé ekki óhætt að gera þetta með þessum hætti og það hafa komið fram sjónarmið, sérstaklega hvað varðar stórar innlánsstofnanir sem eru að vissu leyti reknar með ríkisábyrgð á innistæðum og eru kannski í markaðsráðandi stöðu, að fara að hvetja almenna starfsmenn þeirra til dáða á kostnað almennings í landinu,“ sagði hann og bætti við að vinnan sé ekki komin það langt að búið sé að útfæra mögulega breytingu á kerfinu. Hann gerir þó ráð fyrir að nefndin muni koma með tillögu til breytinga. „Það hefur komið til álita að fresta þessu, gefa ráðuneytinu tækifæri til að vinna þetta yfir sumarið, reglur sem tækju tillit til þeirra umsagna sem hafa borist og þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram,“ sagði Frosti.Viðtalið við Frosta má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan Alþingi Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að til greina komi að gera greinarmun á innlánsstofnunum og verðbréfafyrirtækjum, í ljósi nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, þess efnis að almennum starfsmönnum bankakerfisins verði heimilt að fá bónusgreiðslur sem nemi mörg hundruð prósentum árslauna þeirra. Haldið verði í þær ströngu reglur sem gilt hafi um bónusa til starfsmanna innlánsfyrirtækja en að verðbréfafyrirtækjum verði gefinn meiri slaki. „Það hefur komið fram það sjónarmið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að það gæti verið gagnlegra að skipta stofnunum upp í innlánsstofnanir sem eru kannski í viðskiptum við neytendur og eru að fara með innlán fólks og síðan önnur verðbréfafyrirtæki sem ættu að gilda aðrar reglur um og kannski frjálslegri því þau eru í viðskiptum við fagfjárfesta sem kunna fótum sínum forráð,“ sagði Frosti í Klinkinu á Stöð 2 í kvöld.Sjá einnig: Þingmaður segir galið að hækka bónusa Í frumvarpinu er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna en ekkert þak verður á bónusgreiðslur til almennra starfsmanna. „Það hafa komið umsagnir í þá veru að það sé ekki óhætt að gera þetta með þessum hætti og það hafa komið fram sjónarmið, sérstaklega hvað varðar stórar innlánsstofnanir sem eru að vissu leyti reknar með ríkisábyrgð á innistæðum og eru kannski í markaðsráðandi stöðu, að fara að hvetja almenna starfsmenn þeirra til dáða á kostnað almennings í landinu,“ sagði hann og bætti við að vinnan sé ekki komin það langt að búið sé að útfæra mögulega breytingu á kerfinu. Hann gerir þó ráð fyrir að nefndin muni koma með tillögu til breytinga. „Það hefur komið til álita að fresta þessu, gefa ráðuneytinu tækifæri til að vinna þetta yfir sumarið, reglur sem tækju tillit til þeirra umsagna sem hafa borist og þeirra sjónarmiða sem hafa komið fram,“ sagði Frosti.Viðtalið við Frosta má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan
Alþingi Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira