„Menn eru að pissa í skóinn dálítið duglega“ ingvar haraldsson skrifar 27. maí 2015 12:34 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor býst við að verðbólga aukist gangi samningsdrög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins eftir. mynd/kristinn ingvarsson Menn eru að pissa í skóinn dálítið duglega og svo hugsa menn ekkert um hvað gerist þegar það kólnar,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands um drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins sem samþykkt voru í gær „Erum við ekki með þessu að búa til ástand þar sem flugið og allt draslið verður stoppað eftir þrjú og hálft ár? Er ekki ástæða til að lyfta augum aðeins upp frá borðinu?,“ spyr Þórólfur. Samkvæmt samningsdrögum að kjarasamningi eiga lægstu laun að hækka um 11,5 til 13 prósent frá og með 1. maí síðastliðnum. Launahækkanirnar munu svo fara lækkandi eftir því sem líður á samningstímann og hækka um 5,5 prósent árið 2016, 4,5 prósent árið 2017 og 3 prósent árið 2018. „Ef þú lítur til Norðurlandanna þá gera menn tveggja ára samning og þegar ár er liðið af samningstímabilinu þá fara þeir yfir þeir yfir og skoða hvort þeir þurfi að aðlaga hann eitthvað og reyna þannig að forðast þessar væntingasprengjur sem koma svo hjá okkur með jöfnu millibili.“Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu enda stór hluti launamanna með lausan kjarasamning. Þórólfi Matthíassyni hagfræðiprófessor hugnast illa þeir kjarasamningar sem nú eru til umræðu.vísir/pjeturBýst við allt að 5 prósent verðbólgu á þessu ári Þá efast Þórólfur um að þeir sem séu á hærri launum en nemur taxta sætti sig við minni launahækkun en aðrir líkt og núverandi samningsdrög segja til um. „Munu menn ekki fara fram á meira þegar að þeir sjá fram á möguleika til þess?“ spyr Þórólfur. „Ef að þetta fer yfir alla línuna þá má búast við verðbólguskoti nema náttúrulega að Seðlabankinn hækki vextina duglega þannig það náist þá hækkun á genginu og olíuverðið gæti líka hjálpað upp á. Það gætu orðið aðstæður sem gætu hjálpað til. En svona einangrað, allt annað óbreytt, þá kallar þetta á verðbólgu,“ segir hagfræðiprófessorinn. „Við erum að tala um langleiðina í 10 prósent hækkun umfram það sem menn töldu vera svigrúmið og mera en 10 prósent umfram framleiðniaukningu. Það er náttúrulega spurning hvernig þetta smitast út á aðra en ég myndi nú segja að menn séu að byggja inn í þetta lágmark 5 prósent verðbólgu, jafnvel meira, á þessu ári,“ bætir Þórólfur við.Laun þeirra sem eru á lægstu launum við afgreiðslustörf munu hækka um 13 prósent strax verði verði samningsdrögin samþykkt.vísir/ernir„Á sama tíma er ríkisstjórnin náttúrulega að tuða út peningum sem eru ófjármögnuð útgjöld í vegaframkvæmdir og guð má vita hvað. Þannig að það er ekki bara þetta sem ýtir undir heldur þetta klúður með náttúrupassa og nauðsynina á að taka til hendinni á ferðamannastöðunum. Þannig að þetta er einhvern veginn ekki alveg í takt,“ segir hann.Telur samningana ekki stuðla að betri lífskjörum Þórólfur bendir á að almennt sé framleiðni talin um 20 prósentum minni hér á landi en í nágrannalöndum og bendir m.a. á skýrslu McKinsey því til stuðnings. „Sjáum við eitthvað í þessum drögum sem er framleiðnihvetjandi? Er verið að breyta launakerfum þannig að þau virki hvetjandi?,“ spyr Þórólfur. „Það vantar framtíðarsýnina og það vantar það sem gæti orðið til að komast upp úr þessum lakari lífskjörum sem eru hér á landi heldur en eru á Norðurlöndunum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við SA. 27. maí 2015 10:41 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Menn eru að pissa í skóinn dálítið duglega og svo hugsa menn ekkert um hvað gerist þegar það kólnar,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands um drög að nýjum kjarasamningi VR, LÍV, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnulífsins sem samþykkt voru í gær „Erum við ekki með þessu að búa til ástand þar sem flugið og allt draslið verður stoppað eftir þrjú og hálft ár? Er ekki ástæða til að lyfta augum aðeins upp frá borðinu?,“ spyr Þórólfur. Samkvæmt samningsdrögum að kjarasamningi eiga lægstu laun að hækka um 11,5 til 13 prósent frá og með 1. maí síðastliðnum. Launahækkanirnar munu svo fara lækkandi eftir því sem líður á samningstímann og hækka um 5,5 prósent árið 2016, 4,5 prósent árið 2017 og 3 prósent árið 2018. „Ef þú lítur til Norðurlandanna þá gera menn tveggja ára samning og þegar ár er liðið af samningstímabilinu þá fara þeir yfir þeir yfir og skoða hvort þeir þurfi að aðlaga hann eitthvað og reyna þannig að forðast þessar væntingasprengjur sem koma svo hjá okkur með jöfnu millibili.“Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu enda stór hluti launamanna með lausan kjarasamning. Þórólfi Matthíassyni hagfræðiprófessor hugnast illa þeir kjarasamningar sem nú eru til umræðu.vísir/pjeturBýst við allt að 5 prósent verðbólgu á þessu ári Þá efast Þórólfur um að þeir sem séu á hærri launum en nemur taxta sætti sig við minni launahækkun en aðrir líkt og núverandi samningsdrög segja til um. „Munu menn ekki fara fram á meira þegar að þeir sjá fram á möguleika til þess?“ spyr Þórólfur. „Ef að þetta fer yfir alla línuna þá má búast við verðbólguskoti nema náttúrulega að Seðlabankinn hækki vextina duglega þannig það náist þá hækkun á genginu og olíuverðið gæti líka hjálpað upp á. Það gætu orðið aðstæður sem gætu hjálpað til. En svona einangrað, allt annað óbreytt, þá kallar þetta á verðbólgu,“ segir hagfræðiprófessorinn. „Við erum að tala um langleiðina í 10 prósent hækkun umfram það sem menn töldu vera svigrúmið og mera en 10 prósent umfram framleiðniaukningu. Það er náttúrulega spurning hvernig þetta smitast út á aðra en ég myndi nú segja að menn séu að byggja inn í þetta lágmark 5 prósent verðbólgu, jafnvel meira, á þessu ári,“ bætir Þórólfur við.Laun þeirra sem eru á lægstu launum við afgreiðslustörf munu hækka um 13 prósent strax verði verði samningsdrögin samþykkt.vísir/ernir„Á sama tíma er ríkisstjórnin náttúrulega að tuða út peningum sem eru ófjármögnuð útgjöld í vegaframkvæmdir og guð má vita hvað. Þannig að það er ekki bara þetta sem ýtir undir heldur þetta klúður með náttúrupassa og nauðsynina á að taka til hendinni á ferðamannastöðunum. Þannig að þetta er einhvern veginn ekki alveg í takt,“ segir hann.Telur samningana ekki stuðla að betri lífskjörum Þórólfur bendir á að almennt sé framleiðni talin um 20 prósentum minni hér á landi en í nágrannalöndum og bendir m.a. á skýrslu McKinsey því til stuðnings. „Sjáum við eitthvað í þessum drögum sem er framleiðnihvetjandi? Er verið að breyta launakerfum þannig að þau virki hvetjandi?,“ spyr Þórólfur. „Það vantar framtíðarsýnina og það vantar það sem gæti orðið til að komast upp úr þessum lakari lífskjörum sem eru hér á landi heldur en eru á Norðurlöndunum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Drög að kjarasamningi samþykkt Gert er ráð fyrir að samningur gildi út 2018. 26. maí 2015 20:33 Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16 Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við SA. 27. maí 2015 10:41 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Búist er við því að sama tilboð verði lagt fram og samþykkt var af samninganefndum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest. 27. maí 2015 07:16
Fyrrum verkalýðsforkólfur segir samningsdrög sigur fyrir atvinnurekendur Björn Grétar Sveinsson, fyrrum formaður Verkamannasambands Íslands, er ekki sáttur við þau drög að samningi sem VR og Flóabandalagið hafa komist að samkomulagi við SA. 27. maí 2015 10:41