Handbolti

Sex liða falla úr kvennadeildinni í handbolta næsta vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Afturelding verður með tvö lið í efstu deild handboltans næsta vetur.
Afturelding verður með tvö lið í efstu deild handboltans næsta vetur. Vísir/Ernir
Átján karlalið og fjórtán kvennalið verða með meistaraflokka í handboltanum á næstu leiktíð en Mótanefnd HSÍ hefur nú borist þátttökutilkynning frá þeim félögum sem ætla að vera með meistaraflokkslið veturinn 2015-16.

Tvö ný lið koma inn hjá konunum en það eru Afturelding og Fjölnir. Átta félög verða með bæði karla- og kvennalið í efstu deild handboltans næsta vetur þrátt fyrir að karlalið HK og Stjörnunnar hafði fallið úr deildinni í vor.

Félögin sem eiga tvo meistaraflokki í efstu deild eru Afturelding, FH, Fram, Grótta, Haukar, ÍBV, ÍR og Valur.

Í Olís deild karla verða 10 lið og leikin þreföld umferð og 8 liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Tvö lið falla úr deildinni.

Í 1.deild karla verða 8 lið og leikin þreföld umferð og fer efsta liðið ásamt sigurvegara úr umspili liðanna í 2.-5.sæti í efstu deild.

Í Olís deild kvenna verða 14 lið og er leikin tvöföld umferð í deildarkeppni og 8 liða úrslitakeppni um íslandsmeistaratitil.

Þar sem 14 lið eru skráð til leiks mun kvennadeildin skiptast í Úrvalsdeild og 1.deild að þessu keppnistímabili loknu að því gefnu að liðum mun ekki fækka.

Átta lið verða því í Olís kvenna tímabilið 2016-2017 sem þýðir að sex lið falla úr kvennadeildinni næsta eða liðin í sætum 9 til 14 leika í 1.deild það keppnistímabil.

Deildarskiptingin á næsta ári er eftirfarandi:

Olís deild karla

Afturelding

Akureyri

FH

Fram

Grótta

Haukar

ÍBV

ÍR

Valur

Víkingur

Olís deild kvenna

Afturelding

FH

Fjölnir

Fram

Fylkir

Grótta

Haukar

HK

ÍBV

ÍR

KA/Þór

Selfoss

Stjarnan

Valur

1.deild karla

Fjölnir

Hamrarnir

HK

ÍF Mílan

KR

Selfoss

Stjarnan

Þróttur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×