Handbolti

Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Ernir
Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið.

Haukar eiga um leið möguleika á því að verða fjórða liðið sem nær að sópa liði út úr lokaúrslitunum en það gerðist síðast fyrir þremur árum þegar HK vann 3-0 sigur á FH.

Haukar hafa náð þessu tvisvar áður en árin 2004 og 2005 unnu þeir úrslitaeinvígið 3-0, fyrst á móti Val og svo ári síðar á móti ÍBV.

Fimm önnur félög hafa átt möguleika á því að sópa mótherjum sínum út eftir sigra í tveimur fyrstu leikjunum en fjögur af þeim kláruðu titilinn ekki fyrr en í fjórða leik. KA-liðið frá 2002 er síðan eina liðið sem hefur lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og komið til baka og unnið Íslandsmeistaratitilinn.

Liðin sem mistók að sópa í stöðunni 2-0 eru Valur 1996 (vann KA á endanum 3-1), Valur 1998 (vann Fram 3-1), Valur 2002 (tapaði 3-2 á móti KA), FH 2011 (vann Akureyri 3-1) og Fram 2013 (vann Hauka 3-1).

Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en hann fer fram í N1-höllinni að Varmá í Mosfellsbæ.




Tengdar fréttir

Tekur Morkunas Mosfellinga úr sambandi?

Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×