Sport

Gebrselassie hefur lokið leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gebrselassie er goðsögn í heimalandinu, Eþíópíu.
Gebrselassie er goðsögn í heimalandinu, Eþíópíu. vísir/getty
Eþíópíski langhlauparinn Haile Gebrselassie hefur lagt hlaupaskóna á hilluna, 42 að aldri.

Þar með lýkur 25 ára farsælum ferli þar sem Gebrselassie vann tvö Ólympíugull og átta gullverðlaun á heimsmeistaramótum og setti auk þess 27 heimsmet.

„Ég er hættur keppni en ekki að hlaupa. Maður getur ekki hægt að hlaupa, þetta er lífið mitt,“ sagði Eþíópíumaðurinn á Twitter í gær.

Besta vegalengd Gebrselassie var 10.000 metra hlaup en hann vann tvö Ólympíugull og fern gullverðlaun á HM utanhúss í þeirri grein.

Gebrselassie setti þrisvar sinnum heimsmet í 10.000 metra hlaupi en besti tími hans í þeirri grein er 26:22,75 mínútur. Hann átti einnig heimsmetið í maraþonhlaupi í fimm ár, 2008-2013.

Gebrselassie er núverandi heimsmethafi í 20.000 metra hlaupi og klukkutíma hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×