Handbolti

Orri áfram hjá Val til 2017 | Sigurði ætlað að fylla skarð Stephens

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orri Freyr hefur leikið alla tíð með Val fyrir utan eitt tímabil.
Orri Freyr hefur leikið alla tíð með Val fyrir utan eitt tímabil. vísir/daníel
Orri Freyr Gíslason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals.

Orri, sem verður 27 ára í lok mánaðarins, er uppalinn Valsmaður og hefur spilað með félaginu alla tíð fyrir utan eitt tímabil með Viborg í Danmörku.

Orri skoraði 27 mörk í 26 deildarleikjum með Val í vetur en hann spilaði mestmegnis í vörninni.

Þá hefur markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson snúið aftur á Hlíðarenda eftir tveggja ára dvöl hjá Stjörnunni.

Sigurður kemur í stað Stephens Nielsen sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Danski markvörðurinn lék eitt tímabil með Val en hann gekk í raðir liðsins frá Fram í fyrrasumar.

Stephen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val.vísir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×