Bílar

Gallaður ræsibúnaður GM ollið 100 dauðsföllum

Finnur Thorlacius skrifar
Höfuðstöðvar GM í Detroit
Höfuðstöðvar GM í Detroit
Fyrir ári síðan sagði General Motors frá því að gallaður ræsibúnaðar í 2,6 milljónum bíla þeirra hafi ollið 13 dauðsföllum en allir þessir bílar voru innkallaðir. Nú blasir hinsvegar við GM að dauðsföll vegna þessa galla eru orðin 100 og miklar bótakröfur standa uppá fyrirtækið frá fjölskyldum þeirra látnu.

Kröfurnar snúa einnig að þeim sem slösuðust í þeim óhöppum sem gallinn olli og hafa nú þegar verið samþykktar kröfur vegna 184 slysa og víst er að þeim mun enn fjölga. Í þessum slysum lömuðust margir ökumenn og farþegar, sumir misstu útlimi og aðrir brunnu illa og enn aðrir urðu fyrir heilaskaða.

Þann 31. janúar var síðasti dagur til að leggja inn bótakröfur vegna þessara slysa og alls hafa borist 4.342 kröfur á GM og eru 626 þeirra í skoðun og 1.315 til viðbótar, sem þykja krefjast betri sannana til krafna. Þessi rannsókn mun því taka mikinn tíma til viðbótar og kosta GM mikla fjármuni. 

Fimmtán starfmenn GM, sem sýnt höfðu vanhæfni eða glæpsamlega hegðun vegna viðbragða við þessum galla í ræibúnaðinum, hafa verið reknir frá fyrirtækinu.






×