Bíó og sjónvarp

Game of Thrones slær nýtt met í ólöglegu niðurhali

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrátt fyrir tilraunir HBO í að draga úr ólöglegu niðurhali á þáttum þeirra í Game of Thrones seríunni halda þættirnir áfram að setja met. Þættirnir eru nú sýndir samtímis í 170 löndum auk þess sem hægt er að horfa á þá í gegnum Apple TV.

Þetta virðist hafa mistekist þar sem fimmti og nýjasti þátturinn í fimmtu seríu var sóttur meira en 2,2 milljón sinnum á torrent síðum á tólf tímum samkvæmt Variety. Þar að auki láku fyrstu fjórir þættir seríunnar á netið í síðasta mánuði.

Samkvæmt Variety geta eingöngu Bandaríkjamenn nýtt sér samstarf HBO og Apple. Hins vegar sitja Bandaríkin í efsta sæti fyrir þau lönd þar sem þáttunum er niðurhalað mest. Í öðru sæti er Ástralía. Brasilía er í þriðja, Indland í fjórða og Bretland í því fimmta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.