Sport

Ég vann bardagann

Þúsundir tóku á móti Manny er hann kom aftur til Fillipseyja. Hann er með handlegginn í fatla eftir að hafa farið í aðgerð á öxl.
Þúsundir tóku á móti Manny er hann kom aftur til Fillipseyja. Hann er með handlegginn í fatla eftir að hafa farið í aðgerð á öxl. vísir/afp
Manny Pacquaio er enn á því að dómararnir í bardaganum gegn Floyd Mayweather hafi verið á villigötum.

Hann sagði eftir bardagann að hann teldi sig hafa unnið. Allir bandarísku dómararnir dæmdu þó Mayweather sigur. Mayweather sagði í kjölfarið að Pacquaio væri tapsár.

„Ég er búinn að horfa á bardagann og telja skorið. Ég vann með tveim stigum. Þetta fór aftur á móti eins og það fór og ég verð að taka því," sagði Pacquaio en hann segist vera opinn fyrir því að berjast aftur við Mayweather.

Bandaríkjamaðurinn segir það þó ekki koma til greina og ætlar að leggja hanskana á hilluna í september.

Box

Tengdar fréttir

Mayweather enn ósigraður

Hafði betur á stigum í tólf lotu bardaga gegn Manny Pacquiao í Las Vegas í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×