Sport

Bardagi Mayweather og Pacquaio halaði inn ævintýralega peninga

Mayweather fagnar eftir bardagann.
Mayweather fagnar eftir bardagann. vísir/getty
Það var búist við því að bardagi Floyd Mayweather myndi hala inn miklum peningum en gróðinn fór fram úr björtustu vonum.

Alls keyptu 4,4 milljónir sér aðgang að  bardaganum sem er met og þetta met var slegið með stæl. Metið stóð nefnilega í 2,48 milljónum og það met var sett er Mayweather barðist gegn Oscar de la Hoya árið 2007. Björtustu menn voru að spá því að rúmlega 3 milljónir myndu borga fyrir aðgang að bardaganum.

Sjónvarpstekjurnar af bardaganum voru því 53 milljarðar króna. Heildartekjurnar af sjónvarpsréttinum voru 66 milljarðar. Svo komu tekjur af miðasölu, sjónvarpsrétti fyrir bari, styrktaraðilum og fleiri.

Í heildina voru tekjurnar af þessum bardaga um 78 milljaðar króna. Það met mun líklega standa lengi.

Mayweather er sagður fá um 28 milljarða í sinn hlut en Pacquaio fær um 19 milljarða króna.

Box

Tengdar fréttir

Mayweather enn ósigraður

Hafði betur á stigum í tólf lotu bardaga gegn Manny Pacquiao í Las Vegas í nótt.

Ég vann bardagann

Manny Pacquaio er enn á því að dómararnir í bardaganum gegn Floyd Mayweather hafi verið á villigötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×