Handbolti

Kári Kristján búinn að semja við ÍBV

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján í leik með Val í vetur.
Kári Kristján í leik með Val í vetur. vísir/ernir
Bikarmeistarar ÍBV fengu góðan liðsstyrk í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði nokkuð óvænt undir samning við félagið.

Kári Kristján kemur til félagsins frá frá Val þar sem hann lék siðasta vetur. Hann fór mikinn í með liði Vals í vetur og um mikinn liðsstyrk að ræða fyrir ÍBV. Kári með lausan samning enda samdi hann aðeins til eins árs við Valsmenn.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um er Kári Eyjamaður en þrátt fyrir það koma vistaskiptin nokkuð á óvart.

Fyrir ári síðan sauð nefnilega upp úr á milli Kára og ÍBV. Kári taldi sig hafa náð samkomulagi við félagið en þegar ekki var samið sakaði Kári félagið um að hafa gengið á bak orða sinna. Honum fannst hann hafa verið svikinn af félaginu.

Nokkur orðaskipti urðu í kjölfarið á milli Kára og ÍBV og héldu margir að ekki myndi gróa um heilt í samskiptum hans og félagsins.

Tíminn læknar greinilega öll sár og nú hafa Kári og ÍBV ákveðið að snúa bökum saman á nýjan leik.

Lesa má um deilurnar frá því í fyrra í fréttunum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sár og svekktur út í ÍBV

„Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Engan veginn mín upplifun á málinu

Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×