Fótbolti

Morata átti að sýna stuðningsmönnum Juventus virðingu og fagna markinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alvaro Morata fagnaði hvorugu markinu sem hann skoraði gegn Real Madrid.
Alvaro Morata fagnaði hvorugu markinu sem hann skoraði gegn Real Madrid. vísir/getty
Alvaro Morata, framherji Juventus, var hetja ítalska liðsins í gærkvöldi þegar hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Real Madrid í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Markið tryggði Juventus farseðilinn í úrslitaleikinn þar sem það mætir Barcelona, en þar sem Morata er fyrrverandi leikmaður Real Madrid fagnaði hann ekki markinu.

„Mér finnst að hann hefði átt að fagna markinu,“ sagði Alan Smith, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn í gær.





Morata skorar en fagnar ekki:


„Hann er leikmaður Juventus í dag. Hann átti að sýna stuðningsmönnum Juventus sem sátu upp í rjáfri smá virðingu. En maður getur samt skilið þetta að einhverju leyti,“ sagði Smith.

Hann var engu að síður ánægður með frammistöðu Spánverjans unga sem skoraði einnig í fyrri leiknum í Tórínó.

„Hann skoraði þetta fína mark í fyrri leiknum og ég var mjög ánægður með hvernig hann afgreiddi færið sitt í seinni leiknum. Hann var rólegur í teignum þrátt fyrir að mikið af mönnum væru í kringum hann,“ sagði Smith.

„Þetta var risastórt kvöld fyrir Morata og hann svaraði fyrir sig eins og hann gerði í fyrri leiknum,“ sagði Alan Smith.


Tengdar fréttir

Allegri: Ætluðum að sækja á James og Isco

Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, sagði eftir jafntefli ítölsku meistaranna og Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld að hann hefði kvatt sína menn til að sækja grimmt á miðjumenn Madrídinga, þá James Rodríguez og Isco.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×