Seat Leon fljótasti langbakurinn á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 09:41 Seat Leon ST Cupra. Spænski bílaframleiðandinn Seat kemst í metabækurnar í fyrra þegar Seat Leon Cupra bíll var fyrsti framhjóladrifni bíllinn til að fara Nürburgring brautina á innan við 8 mínútum. Nú hefur Seat aftur komist á pall með langbaksgerð þessa sama bíls og gert enn betur en þriggja hurða gerðin. Þessi Seat Leon ST Cupra langbakur á nú metið á brautinni á meðal langbaka. Tími langbaksins frá Seat var 7:58:00 á brautinni, sem er hálfri sekúndu betri tími en þriggja hurða útgáfa hans náði. Ekki ómerkari bíll en Audi RS4 átti metið áður meðal langbaka og það frá árinu 2006. Sá bíll er með V8 vél og er fjórhjóladrifinn. Athygli vekur að Seat bíllinn er 276 hestöfl en Audi RS4 450 hestöfl, svo ljóst er að hestöfl eru ekki allt þegar kemur að brautarakstri. Eftir að Seat Leon Cupra bíllinn setti metið í fyrra á meðal framhjóladrifinna bíla náði Renault Mégane 275 Trophy-R metinu af Seat með tímanum 7:54:36. Því á Renault metið nú á meðal framhjóladrifinna bíla en Seat á meðal allra langbaksgerða. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent
Spænski bílaframleiðandinn Seat kemst í metabækurnar í fyrra þegar Seat Leon Cupra bíll var fyrsti framhjóladrifni bíllinn til að fara Nürburgring brautina á innan við 8 mínútum. Nú hefur Seat aftur komist á pall með langbaksgerð þessa sama bíls og gert enn betur en þriggja hurða gerðin. Þessi Seat Leon ST Cupra langbakur á nú metið á brautinni á meðal langbaka. Tími langbaksins frá Seat var 7:58:00 á brautinni, sem er hálfri sekúndu betri tími en þriggja hurða útgáfa hans náði. Ekki ómerkari bíll en Audi RS4 átti metið áður meðal langbaka og það frá árinu 2006. Sá bíll er með V8 vél og er fjórhjóladrifinn. Athygli vekur að Seat bíllinn er 276 hestöfl en Audi RS4 450 hestöfl, svo ljóst er að hestöfl eru ekki allt þegar kemur að brautarakstri. Eftir að Seat Leon Cupra bíllinn setti metið í fyrra á meðal framhjóladrifinna bíla náði Renault Mégane 275 Trophy-R metinu af Seat með tímanum 7:54:36. Því á Renault metið nú á meðal framhjóladrifinna bíla en Seat á meðal allra langbaksgerða.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent