Viðskipti innlent

Dýralæknar veita undanþágu vegna innflutnings á frjóeggjum

ingvar haraldsson skrifar
Dýralæknar hafa veitt undanþágur frá verkfalli vegna innflutnings á frjóeggjum
Dýralæknar hafa veitt undanþágur frá verkfalli vegna innflutnings á frjóeggjum vísir/friðrik þór
Undanþágunefnd Dýralæknafélags Íslands hefur ákveðið að veita undanþágur frá verkfalli Dýralækna Matvælastofnunar vegna innflutnings á frjóeggjum til alifuglaræktenda. Einnig var veitt undanþága til innflutnings á seiðum Senegal flúru.

Undanþágur voru veittar í ljósi þess að um var að ræða framtíðar framleiðslu og afurðir komandi mánaða og ára. Hefðu undanþágurnar ekki verið veittar hefði skortur á frjóeggjum líklega valdið hefði kjúklingaskorti á næsta ári.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu að BHM líti svo á að nú eftir tæpar sjö vikur verkfalla sé loks að hefjast samtal en samningafundur BHM og ríkisins stendur nú yfir í Karphúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×