Handbolti

Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Birgir féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV.
Jóhann Birgir féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. vísir/pjetur
Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar.

Niðurstaða dómsins er sex mánaða bann en niðurbrotsefni af anabólískum sterum fundust í sýni Jóhanns. Þetta staðfesti Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag.

Jóhann hefur fengið dóminn sendan en hann verður birtur á heimasíðu ÍSÍ á mánudaginn.

„Hann hefur áfrýjunarrétt og getur áfrýjað þessum dómi ef hann vill,“ sagði Skúli en refsingin sem Jóhann fékk þykir í vægari kantinum.

Jóhann hélt því fram að fæðubótarefni hefði orðið honum að falli en tók þó aldrei fram um hvaða efni var að ræða.


Tengdar fréttir

Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi

Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×