Bjarni Benediktsson segist ekki tefja fyrir Eygló Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:47 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“ Alþingi Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hafi verið með undarlegar yfirlýsingar um húsnæðisfrumvörpin sem sé verið að kostnaðarmeta í fjármálaráðuneytinu og látið að því liggja að það væri verið að tefja málið. Hann segir það alrangt. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýsti í fréttum í gær að fjármálaráðuneytið hefði beðið hana að draga húsnæðisfrumvörp sín til baka en hún hefði neitað að verða við því. Hún sagðist hinsvegar reiðubúin að gera breytingar til móts við óskir aðila vinnumarkaðarins verði frumvörp notað í kjaraviðræðum en að öðrum kosti verði þau fram óbreytt. Bjarni Benediktsson að ástæðan fyrir því að verið sé að ræða breytingar á frumvarpi um stofnstyrki til félagslegs leiguhúsnæðis sé einungis sú að aðilar vinnumarkaðarins séu ekki sáttir við málið eins og það sé núna. Hann segir að fjármálaráðuneytið hafi ekki gagnrýnt málið efnislega. „Það eina sem er að gerast í fjármálaráðuneytinu með þetta mál, er að við höfum sagt, við vinnum kostnaðarmatið þegar málið er tilbúið. Ef það er verið að gera breytingar á frumvarpinu ætlum við ekki setja tíma og mannskap í að kostnaðarmeta málið svo það liggi fyrir ef ske kynni að menn ætli að leggja það þannig fram.“Engin ástæða til að álykta þannig Sigríður Ingibjörg Ingadóttur formaður Velferðarnefndar Alþingis gagnrýndi Eygló Harðardóttur harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði hana magalenda í málinu. Hún hefði eytt tíma og orku fjölda fólks án þess að hafa til þess neinn stuðning frá ríkisstjórninni. Björk Vilhelmsdóttur formaður velferðarráðs borgarinnar sagði þetta setja áform þeirra í uppnám. Aðspurður um hvort málið væri ekki einfaldlega of umdeilt milli stjórnarflokkanna til að fá brautargengi, svarar Bjarni því neitandi. „Það er engin ástæða til að álykta þannig. Þetta er einmitt það sem hefur gerst, og ekki síst vegna framgöngu félagsmálaráðherra, að menn eru farnir að draga svona ályktanir.Málið er ekki til efnislegrar meðferðar í fjármálaráðuneytinu og það hefur ekki einu sinni verið lagt fram í ríkisstjórn.“
Alþingi Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira