Fótbolti

Indriði á heimleið eftir tímabilið í Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Indriði í landsleik gegn Hollandi.
Indriði í landsleik gegn Hollandi. vísir/getty
Indriði Sigurðsson flytur aftur heim til Íslands eftir að samningur hans við Viking í Noregi rennur út eftir tímabilið. Þetta kemur fram á vef Aftonbladet.

Þar segist Indriði hafa tekið þessa ákvörðun í febrúar áður en Viking fór í æfingaferð til La Manga á Spáni.

Indriði, sem verður 34 ára í október, hefur verið í herbúðum Viking frá árinu 2009 en hann kom til liðsins frá Lyn.

Fjölskylda Indriða flytur heim í sumar en dóttir hans byrjar í grunnskóla í haust. Indriði flytur svo sjálfur heim eftir að tímabilinu í Noregi lýkur. Hann ætlar ekki að leggja skóna á hilluna og telur að hann eigi tvö góð ár eftir sem leikmaður.

„Ég hef átt sjö góð tímabil hjá Viking,“ segir Indriði í samtali við Aftonbladet.

„Það hafa skipst á skin og skúrir en ég sé ekki eftir því að hafa valið Viking þegar ég fór frá Lyn sumarið 2009. Ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið það sem eftir lifir tímabils,“ sagði Indriði ennfremur en hann er fyrirliði liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×