Fjármálaráðherra rífst við fyrrverandi ritstjóra á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 1. maí 2015 15:13 Mikael Torfason og Bjarni Benediktsson. Vísir/Stefán/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015 Borgunarmálið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015
Borgunarmálið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira