Sport

Labbaði út með 13 milljarða króna ávísun

Mayweather fagnar um helgina.
Mayweather fagnar um helgina. vísir/getty
Floyd Mayweather yfirgaf MGM Grand-hótelið með bros á vör og alvöru ávísun í vasanum.

Hann fékk ávísun upp á 100 milljónir dollara, eða rúma 13 milljarða króna, eftir bardaga sinn við Manny Pacquaio.

Milljarðamæringurinn var svo montinn með ávísunina að hann stóðst ekki mátið og sýndi nokkrum blaðamönnum hana. Hann bannaði þó allar myndatökur.

Þetta var þó eingöngu fyrsta greiðslan sem Mayweather fær fyrir kvöldið. Talið er líklegt að hann muni fá um 13 milljarða króna í viðbót í sinn hlut.

Þetta var verðmætasti bardagi allra tíma og þessar upphæðir sem Mayweather er að fá slá öll met. Það er ólíklegt að nokkur íþróttamaður muni í náinni framtíð fá aðra eins útborgun fyrir einn viðburð.

Box

Tengdar fréttir

Mayweather enn ósigraður

Hafði betur á stigum í tólf lotu bardaga gegn Manny Pacquiao í Las Vegas í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×